Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 10:45

Lið Englands sigraði á Costa Ballena

Piltalið Englands vann  Quadrangular tournament, sem fram fer ár hvert á Costa Ballena á Spáni og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2006, sem liðið hefur sigur í mótinu. England tapaði fyrir gestgjöfunum, liði Spánar í 3. og lokaleiknum, en hafði þó 1/2 stig fram yfir þá eftir sigur á Finnlandi og Þýskalandi. England varð í 1. sæti á 16½ stigi;  Spánverjar í 2. sæti á  16 stigum og  Finnland í 3. sæti með  14½ stig.  7-2 sigur Englands á Þjóðverjum og  6-3  sigurinn gegn Finnlandi skipti sköpum. Stjarnan í liði Englands var Robert Burlison frá Staffordshire sem var með 5 sigra í 6 leikjum, meðan Paul Kinnear frá Lancashire Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 10:30

Mickelson með bakverk – ætlar samt að reyna að vera með í Phoenix

Phil Mickelson, fann fyrst fyrir bakeymslum í Abu Dhabi og dró sig úr  Farmers Insurance Open í Torrey Pines eftir aðeins 36 holur. Hann sagðist ekki ætla að taka hættuna á að þróa með sér slæma ávana til þess að komast hjá verkjum í sveiflunni. Phil hitti Tom Boers, baklækni sem sagði honum að hryggjarliðir í honum hefðu læstst.  Í fréttatilkynningu frá Phil sagði m.a. eftirfarandi: „Tom kom því í verk að ég get aftur hreyft mig en ég er enn bólginn og bólgan tekur eina til tvær vikur að hjaðna.“ Mickelson var næstum á 59 höggum í fyrra á 1. hring á  TPC Scottsdale á síðasta ári og sigraði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 21:00

Tiger viðurkennir að vera í sms sambandi við Rachel Uchitel

Sumar fréttir af Tiger eru svo skrítnar að það er spurning hvern trúnað eigi að leggja í þær þessa dagana. Ein fréttin af mörgum gengur út á að hann sé orðinn þreyttur á kærustu sinni Lindsey Vonn. Lesa má fréttina með því að SMELLA HÉR:  Í annarri frétt segir að Tiger hafi nýlega verið í  Crystal City, Texas, sem sé þekkt sem spínat höfuðborg heimsins. Tiger var sagður hafa fjárfest í 18 förmum af spínati, sem Tiger segir að sé meðal uppáhaldsrétta sinna. Tiger á að hafa sagt nýlega að hann borði spínat daglega og brosandi að „Stjáni sterki“ hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera, þegar hann át Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 20:30

LPGA: Nýliða vísað úr móti fyrir reglubrot

Marína Alex sem var að keppa í fyrsta LPGA mótinu sínu,  var vikið úr mótinu, þ.e. fyrsta LPGA móti ársins Pure Silk Bahamas LPGA Classic  fyrir reglubrot þ.e. fyrir að fara um 1 meter út fyrir skorkortatjald á mótinu, án þess að hafa skrifað undir skorkort sitt. Fyrir þetta brot var henni vikið úr mótinu, þ.e. fyrir að hafa tæknilega „farið“ án þess að skrifa undir skorkort sitt. Alex, sem útskrifaðist frá Vanderbilt háskólanum vann sér inn kortið sitt á LPGA, eftir að hafa orðið í 3. sæti á peningalista Symetra Tour á síðasta keppnistímabili. „Þetta var virkilega furðulegt,“  sagði Alex við GolfChannel.com. „Ég tók eitt skref út fyrir skortjaldið, u.þ.b. 1 meter, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mike Hill ————- 27. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Mike Hill.  Mike er fædur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 75 ára afmæli í dag.  Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis.  Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á  the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991.  Mike er bróði þekktari Hill-bróðursins,  Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mike Hill, 27. janúar 1939, 74 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 13:30

LET: Milljónaholan í Nýja-Sjálandi

ISPS Handa New Zealand Women´s Open fer fram í Christchurch 31. janúar-2. febrúar n.k. Sú sem á titil að verja er Lydia Ko, sem var áhugamaður þegar hún vann mótið. Auglýst hefir verið nýjung á mótinu, sem er hin svokallaða Milljónahola.  Þar fá 4 af 5 síðustu sigurvegurum mótsins, allar að Ko undanskilinni að keppa í sérstakri Ása-keppni, þar sem þær munu reyna með sér í  að fara holu í höggi á 18. brautinni í Christchurch. Takist einhverjum keppandanum að slá draumahöggið fær sá hinn sami $ 1 milljón (sem greiðist á 20 árum). Fyrrum 4 sigurvegarar mótsins á undan Ko eru: Lindsey Wright (Ástralia), Kristie Smith (Ástralia), Laura Davies (England) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 10:30

Hver er kylfingurinn: Scott Stallings?

Scott Stallings veit það eflaust ekki en hann á sama afmælisdag og annar frábær kylfingur, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, í GK en bæði eiga afmæli 25. mars, Stallings er að vísu fæddur 1985 og er 28 ára en Guðrún Brá  er fædd 1994 og 9 árum yngri.  Þar að auki fæddist Stallings í Worcester, Massachusetts. Stallings var í  Oak Ridge menntaskólanum í Oak Ridge, Tennessee og var all-state kylfingur og framúrskarandi námsmaður (þ.e. 4 ár á Dean’s List, sem þykir mikill heiður í Bandaríkjunum, en á lista skólastjóra komast aðeins bestu námsmennirnir). Eftir menntaskóla fór hann í  Tennessee Tech, þar sem hann var tvö ár í röð Ohio Valley Conference leikmaður ársins, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 10:00

Sean Foley þjálfari Tiger biður fólk um að lesa ekki of mikið í hring Tiger upp á 79

Tiger Woods flýgur til Dubai í dag ásamt þjálfara sínum, Sean Foley, sem biður fólk um að lesa ekki of mikið í hring Tiger upp á 79 högg á Torrey Pines, þar sem hann hefir sigrað 8 sinum þ.á.m. Opna bandaríska 2008, fótbrotinn. Gagnrýninni hefir rignt yfir Tiger eftir hringinn.  Þannig sagði Nick Faldo m.a. að sér fyndist Tiger „mjög ryðgaður“ og Brandel Chamblee, sem er einn helsti gagnrýnandi Tiger sagði að sveifla Tiger líktist sveiflu „55 ára manns.“  (Alltaf er nú allt jafn gáfulegt sem kemur út úr Chamblee! – Fæstir setja út á sveiflu Bernhard Langer sem vann 1. mótið á Champions Tour nú í ár og hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 08:00

LPGA: Jessica Korda vann á Bahamas

Það var bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda, sem sigraði á Pure Silk Bahamas LPGA Classic. Hún lék á samtals 19 undir pari, 273 höggum (69 66 72 66) og hlaut í sigurlaun $ 195.000 (u.þ.b. 24 milljónir íslenskra króna) eða um 5-falt lægri sigurlaun en Scott Stallings sem sigraði á PGA Tour Farmers Insurance mótinu. Korda hefir verið svo nærri því að ná 2. sigri sínum á LPGA mörgum sinnum á undanförnum 2 árum og nú tókst það loks. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Korda eftir að sigra í 2. sinn á LPGA. „Ég veit ekki, kannski veiti ég smáatriðunum meiri athygli og er  afslappaðri. Ég veit ekki en hvað sem það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 06:00

PGA: Scott Stallings sigraði á Farmers Insurance Open

Það var Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings, sem sigraði í Farmers Insurance Open. Stallings lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (72 67 72 68). Fyrir sigurinn hlaut Stallings $ 1.098.000,- og fagnaði hann að lokum vel ásamt konu sinni Jennifer og litla syni sínum Finn. Hvorki fleiri né færri en 5 kylfingar deildu 2. sætinu aðeins 1 höggi á eftir Stallings en það voru þeir: KJ Choi, Pat Perez, Graeme DeLaet, Jason Day og Marc Leishman. Til þess að sjá lokastöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: