Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 13:30

Olazábal táraðist þegar hann faðmaði Ballesteros að sér á 1. teig í Dubaí

Skipuleggjendur Dubai Desert Classic, sem hefst á morgun fögnuðu 25. ára afmæli mótsins m.a. með því að halda mót meistaranna þ.e. þeirra sem sigrað hafa s.l. 25 ár og héldu m.a. minningu eins sigurvegarans, Seve Ballesteros, sem lést 7. maí 2011, á lofti með því að bjóða 23 ára syni hans, Javier, að taka þátt í mótinu í stað föður síns, sem sigraði í Dubai 1992.

Javier Ballesteros var í ráshóp með löndum sínum þeim Jose Maria Olazábal og Miguel Angel Jiménez.  Það var víst engin tilviljun en Seve og Olazábal voru bestu vinir og kepptu m.a. saman f.h. Evrópu í 4 Ryder bikarkeppnum í röð á árunum 1987 og 1993.

Það var því ekki laust við að Olazabal táraðist á 1. teig þegar hann sá Javier og faðmaði hann að sér á 1. teig.

„Þetta var tilfinningaþrungið fyrir mig sérstaklega á 1. teig vegna þess að þegar ég leit á Javier, sá ég Seve,“ sagði Olazábal.

„Bara að horfa á hann minnti mig á föður hans og ég gat séð mikið af Seve í honum á golfvellinum. Javier hefir sama stílinn og pabbi hans, sérstaklega þegar hann stendur yfir boltanum.“

„Stutta spilið hans er mjög gott. Chippin og púttin eru mjög góð eins og hjá pabba hans og hann náði nokkrum góðum upp úr glompum.“

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef spilað golf með Javier en ég hef þekkt hann frá því hann var lítil, ég hef þekkt hann frá því hann var 4-5 ára og kom hingað til Dubai með Seve.“

„Hann er aðeins afslappaðri en pabbi hans. Nú, a.m.k. var hann það í dag og miklu léttari. Það var frábært af skipuleggjendunum að bjóða honum hingað til að vera fulltrúi Seve. Það var gott „touch“

„Hann verður að bæta sig dramatískt áður en hann kemur á túrinn vegna þess að hann fer svolítið villur vegar af teig.“ sagði Olazábal.

Javier á eftir 1 ár í laganámi í háskólanum í Madríd.

„Ég veit að Javier er enn að læra og hann þarf líklegast nokkur ár til þess að vinna í leiknum áður en hann reynir að komast á túrinn.“

„Hann verður að lengja sig en flestir hlutar af leik hans eru ansi góðir. En við sjáum bara til hvað hann gerir eftir laganámið!“ sagði Olazábal.

Javier var á 2 yfir pari, 74 höggum en sigrinum deildu  Henrik Stenson og Rafa Cabrera-Bello, sem hvor um sig var á 6 undir pari, 66 höggum.

Javier Ballesteros tekur síðan þátt í aðalmótinu en þar spilar hann í ráshóp með Wayne Westner og Sören Hansen.