Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 13:00

Golfbækur: Golf Tips for Women eftir Shirley Miller

Golf Tips for Women: A comprehensive guide full of tips, tricks and techniques for Women Golfers, er ný golfbók fyrir kvenkylfinga, sem var að koma út, þ.e.a.s. 13. janúar s.l. í Bandaríkjunum. Kápuna prýðir engin önnur en Lexi Thompson.

Góð golfráð

Góð golfráð

Bókin samanstendur af 38 köflum sem eru stútfullir af ráðum fyrir kvenkylfinga um alla þætti golfleiksins.

Meðal þess sem fjallað er um í smáatriðum eru dræv, pitch&chipp, sanglompur, týndir boltar, pútt, æfingasvæðið, hvernig að að leiðrétta slæs og húkk – reyndar allt sem lýtur að kvennagolfi.  Ráðin eru oft virkilega fyndin og það er gaman að lesa þessa bók!

Þetta er svona bland í poka bók þar sem allir finna eitthvað fyrir sig.  Þarna eru ráð fyrir konur sem eru að byrja í golfi, þær sem eru einhvers staðar mitt á milli, öldunga, stelpur – allt undir handleiðslu Shirley Miller – sem er mikill áhugamaður um golf og hefir haft það undanfarin 20 ár hvort heldur er í golftímum í Orange County, Kaliforníu, þar sem hún býr eða víðs vegar um Bandaríkin.

Í þessari bók deilir Shirley því sem golfið hefir gefið henni og því sem hún hefir lært til þess að auðvelda kvenkylfingum golfvegferðina.

  • Lengd: 78 blaðsíður
  • Útgefandi: David Roberts Marketing (13. janúar 2014)