Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 11:30

GR: Böðvar, Ingvar Andri og Patrekur efstir eftir 2. mót á púttmótaröð unglinga

Nú er lokið 2. móti á púttmótaröð unglinga í Golfklúbbi Reykjavíkur.

Gaman er að sjá stemmninguna í kringum krakkana og ekki skemmir þegar foreldrarnir mæta líka og spjalla yfir kaffibollanum á meðan krakkarnir pútta.

Nú hafa krakkarnir lokið 2 keppnisdögum af 8 alls og hér að neðan má sjá stöðuna.

Vonandi er þetta eitthvað sem eflir starfið í kringum börnin okkar og þéttir hópinn.

Meðfylgjandi er staðan í púttmóti krakkanna eftir tvo daga. Betri hringurinn telur og fjórir bestu af 8 telja til meistara GR.

Púttmótaröð GR unglinga

Hér að neðan má sjá úrslit í hverjum aldursflokki fyrir sig:

12 ára og yngri Púttmótaröð
16 ára og eldri Púttmótaröð
13 -15 ára og yngri Púttmótaröð