Afmæliskylfingur dagsins: Páll Heiðar ———- 31. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Páll Heiðar. Páll Heiðar á afmæli 31. janúar 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Páll Heiðar (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (55 ára); Justin Timberlake, 31. janúar 1981 (33 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (31 árs) ….. og ….. Sigurður Ingvi Rögnvaldsson (21 árs) Heiðar Jóhannsson (59 ára) Ásgrímur Jóhannesson (25 ára) Magnús Árni Skúlason Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega Lesa meira
GÞ: Ásta Júlía heiðruð – Guðmundur áfram formaður
Á aðalfundi Golfklúbbs Þorlákshafnar var ákveðið að lækka árgjaldið í 46.000 kr., og þar að nær skilgreining á nýliða í klúbbnum yfir tveggja ára tímabil. Nýliðagjaldið verður 21.000 kr. á fyrsta árinu og 25.000 kr. á síðara árinu eða sem nemur einu ársgjaldi á tveimur árum. Heildarfélagafjöldi í GÞ er 331 þar af eru 240 í Landsbankadeild klúbbsins. Rekstur GÞ er með ágætum og var tap ársins eftir fjármagnsliði 14.000 kr., en heildarskuldir klúbbsins eru 18,6 milljónir kr. Rekstrartekjur ársins voru 25,5 milljónir kr. og var hagnaður fyrir fjármagnsliði 1.229 þúsund kr. Í tilkynningu frá GÞ kemur fram að lækkun gjalda sé hluti af markaðsstarfi klúbbsins og ætti að höfða Lesa meira
Evróputúrinn: Rory enn efstur í hálfleik Dubaí Desert Classic
Rory þurfti ekkert sérstakan hring á 2. degi Omega Dubai Desert Classic til þess að vera betri en Tiger Woods, sem var með honum í ráshóp fyrstu 2 dagana. Rory skilaði sér í hús á hring upp á 2 undir pari, 70 höggum og er því samtals á 11 undir pari og á toppnum, meðan að aumingja Tiger strögglaði frá teig að flöt og var á 1 yfir pari 73 höggum í dag. Einn í 2. sæti er Bruce Koepka, sem átti hreint frábæran hring upp á 7 undir pari, 65 högg. Nokkrir þekktir komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Ernie Els, Miguel Angel Jimenez og kannski eins og viðbúið Lesa meira
Golfbíll eða geimskip?
Heimamaðurinn Pat Perez er einn af þeim sem leiðir á Waste Management Open, sem hófst í gær í Phoenix, Arizona. En Pat vakti e.t.v. enn meiri athygli fyrir golfbílinn sinn en góðan árangur, en Pat deilir 3. sætinu með 6 öðrum kylfingum á eftir þeim YE Yang og Bubba Watson, sem leiða eftir 1. dag. „Þessi bíll er góður“ sagði Pat m.a. um golfbílinn sinn. „Þetta er Toyota Scion iQ. Ef þið sæjuð einn keyra eftir götunni heima hjá ykkur mynduð þið hlæja.“ Billinn er svartur og með appelsínugulum merkingum frá Arizona State og Callaway og hefir verið helsti fararkostur Perez milli heimilis síns og golfvallarins, alla s.l. viku. „Þetta er Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Fiona Puyo (13/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 19. sætinu (voru jafnar í 19.-22. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals slétt par, 360 högg: Fiona Puyo, Krista Bakker, Julie Tvede og Elina Lesa meira
Áskorun Birgis Leifs vekur heimsathygli
Á síðasta ári voru golfdagar haldnir í fyrsta skipti í Kringlunni. Kringlan vildi vekja athygli á golfdögum og fara óhefðbundna leið til þess að nálgast markhópinn. Kringlan hafði samband við fyrirtækið Silent og fengu auk þess einn besta kylfing landsins, Birgi Leif Hafþórsson, með í lið. Kylfingurinn fékk óvenjulega og mjög krefjandi áskorun, frá þaki á Húsi verslunarinnar, sem er 13 hæðir, þurfti hann að slá golfbolta og hitta inn um inngang Kringlunnar hinum megin við götuna og tugum metrum neðar. Birgir Leifur tók áskoruninni og sló heldur betur í gegn. Myndbandið fór sem eldur í sinu um netheima og enska útgáfan rataði inn á mjög vinsæla síðu sem nefnist Adsoftheworld.com Lesa meira
ALPG&LET: Bae og Tate leiða eftir 1. dag í Nýja-Sjálandi – Ko í 3. sæti
Það eru Seonwoo Bae frá Suður-Kóreu og Stacey Tate frá Nýja-Sjálandi, sem leiða eftir 1. dag ISPS Handa New Zealand Open. Báðar lék þær á 4 undir pari, 68 höggum. Já það er nýsjálensk stúlka á toppnum í mótinu, en ekki sú sem allir héldu að myndi verma það sæti. Hér er auðvitað átt við nr. 4 á Rolex-heimslistanum, Lydíu Ko en hún er ein af fimm kylfingum, sem allar eru höggi á eftir forystukonunum, þ.e. léku á 69 höggum deila 3. sætinu. Hinar (fyrir utan Ko) eru Hyeji Lee; Charley Hull; Sarah-Jane Smith og Alexandra Vilatte. Ko byrjaði illa og hún sagði eftir á að hún hafi haldið að þetta yrði ekki Lesa meira
PGA: Watson og Yang efstir e. 1. dag í Phoenix
Það eru Y.E Yang og Bubba Watson, sem leiða eftir 1. dag á Waste Management Open, sem hófst á TPC Scottsdale golfvellinum í Phoenix, Arizona í gær. Báðir léku þeir Yang og Watson á 7 undir pari, 64 höggum. Fast á hæla þeirra í 3. sæti eru 7 kylfingar, aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 65 höggum. Þetta eru þeir Pat Perez, Kevin Stadler, William McGirt, Greg Chalmers, Matt Jones, Chris Kirk og Harris English. Lee Westwood, sem að sögn var kominn í frábært spilaform, er í 18. sæti en hann lék á 4 undir pari, 67 höggum Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Waste Management Open Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Svanur Ólafsson – 30. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Svanur Ólafsson. Þorsteinn er fæddur 30. janúar 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Þorsteinn er með 19 í forgjöf og í Golfklúbbi Álftaness (GÁ). Hann tekur stundum þátt í opnum mótum og var m.a. með í Marsmóti GSG 2013. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Newton (Ástralinn sem lenti í flugvélahreyfilsslysinu) 30. janúar 1950 (64 ára); Curtis Strange, 30. janúar 1955 (59 ára); Payne Stewart, 30. janúar 1957 (57 ára); Prayad Markasaeng, 30. janúar 1966 (48 ára); Digvijay Singh, 30. janúar 1972 (42 ára); Jill McGill, 30. janúar 1972 (42 árs); Brynjar Steinn Jónsson, GSG, 30. janúar 1976 (38 ára); Marcela Leon, 30. janúar Lesa meira
Evróputúrinn: Hápunktar 1. dags Omega Dubai Desert Classic – Myndskeið
Hér að neðan má sjá hápunkta 1. dags Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Aðaláherslan er á Rory McIlroy, sem er efstur eftir 1. dag á 63 höggum og nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods. Golf Channel er með skemmtilegt myndskeið þar sem fylgst er með köppunum og sagt í fyrirsögn að Rory hafi verið með sýningu fyrir Tiger. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:










