Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2014 | 11:00

Áskorun Birgis Leifs vekur heimsathygli

Á síðasta ári voru golfdagar haldnir í fyrsta skipti í Kringlunni. Kringlan vildi vekja athygli á golfdögum og fara óhefðbundna leið til þess að nálgast markhópinn.

Kringlan hafði samband við fyrirtækið Silent og fengu auk þess einn besta kylfing landsins, Birgi Leif Hafþórsson, með í lið.

Kylfingurinn fékk óvenjulega og mjög krefjandi áskorun, frá þaki á  Húsi verslunarinnar, sem er 13 hæðir,  þurfti hann  að slá golfbolta  og hitta inn um inngang Kringlunnar hinum megin við götuna og tugum metrum neðar.

Birgir Leifur tók áskoruninni og sló heldur betur í gegn.

Myndbandið fór sem eldur í sinu um netheima og enska útgáfan rataði inn á mjög vinsæla síðu sem nefnist Adsoftheworld.com . Sjá með því að SMELLA HÉR:

Myndbandið má sjá með því að SMELLA HÉR: