Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2014 | 13:00

Golfbíll eða geimskip?

Heimamaðurinn Pat Perez er einn af þeim sem leiðir á Waste Management Open, sem hófst í gær í Phoenix, Arizona.

En Pat vakti e.t.v. enn meiri athygli fyrir golfbílinn sinn en góðan árangur, en Pat deilir 3. sætinu með 6 öðrum kylfingum á eftir þeim YE Yang og Bubba Watson, sem leiða eftir 1. dag.

„Þessi bíll er góður“ sagði Pat m.a. um golfbílinn sinn. „Þetta er Toyota Scion iQ. Ef þið sæjuð einn keyra eftir götunni heima hjá ykkur mynduð þið hlæja.“

Billinn er svartur og með appelsínugulum merkingum frá Arizona State og Callaway og hefir verið helsti fararkostur Perez milli heimilis síns og golfvallarins, alla s.l. viku.

„Þetta er svipað því að vera að stýra geimskipi,“ hélt Pat áfram. „Þið trúið ekki athyglinni sem gripurinn fær. Þetta er ótrúlegt. […] Fólk sér þennan hlut fara framhjá og veit ekki hvað þetta er.  Þetta er svo svalt, það er svo gaman að keyra bílinn, sérstaklega þegar veðrið er eins gott og nú (Í Arizona er nefnilega gott veður en ekki snjór eins og t.a.m. í Georgia og Flórída).

„Arizona er staður…“ eins og Hallbjörn söng 🙂