
ALPG&LET: Bae og Tate leiða eftir 1. dag í Nýja-Sjálandi – Ko í 3. sæti
Það eru Seonwoo Bae frá Suður-Kóreu og Stacey Tate frá Nýja-Sjálandi, sem leiða eftir 1. dag ISPS Handa New Zealand Open.
Báðar lék þær á 4 undir pari, 68 höggum. Já það er nýsjálensk stúlka á toppnum í mótinu, en ekki sú sem allir héldu að myndi verma það sæti.
Hér er auðvitað átt við nr. 4 á Rolex-heimslistanum, Lydíu Ko en hún er ein af fimm kylfingum, sem allar eru höggi á eftir forystukonunum, þ.e. léku á 69 höggum deila 3. sætinu. Hinar (fyrir utan Ko) eru Hyeji Lee; Charley Hull; Sarah-Jane Smith og Alexandra Vilatte.
Ko byrjaði illa og hún sagði eftir á að hún hafi haldið að þetta yrði ekki dagurinn hennar eftir að hún hafði spilað fyrstu 9 holurnar á 2 yfir pari, en hún lék síðan eins og engill seinni 9 holurnar var á 5 undir pari! Ko sagði að púttin hefðu verið það eina á hringnum, sem hefði verið að virka fyrir sig. Árangur hennar er samt frábær og verður gaman að fylgjast með henni um helgina!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag ISPS Handa New Zealand Open SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi