Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2014 | 10:30

ALPG&LET: Bae og Tate leiða eftir 1. dag í Nýja-Sjálandi – Ko í 3. sæti

Það eru Seonwoo Bae frá Suður-Kóreu og Stacey Tate frá Nýja-Sjálandi, sem leiða eftir 1. dag ISPS Handa New Zealand Open.

Báðar lék þær á 4 undir pari, 68 höggum.  Já það er nýsjálensk stúlka á toppnum í mótinu, en ekki sú sem allir héldu að myndi verma það sæti.

Hér er auðvitað átt við nr. 4 á Rolex-heimslistanum, Lydíu Ko en hún er ein af fimm kylfingum, sem allar eru höggi á eftir forystukonunum, þ.e. léku á 69 höggum deila 3. sætinu. Hinar (fyrir utan Ko) eru  Hyeji LeeCharley Hull;  Sarah-Jane Smith og Alexandra Vilatte. 

Ko byrjaði illa og hún sagði eftir á að hún hafi haldið að þetta yrði ekki dagurinn hennar eftir að hún hafði spilað fyrstu 9 holurnar á 2 yfir pari, en hún lék síðan eins og engill seinni 9 holurnar var á 5 undir pari! Ko sagði að púttin hefðu verið það eina á hringnum, sem hefði verið að virka fyrir sig. Árangur hennar er samt frábær og verður gaman að fylgjast með henni um helgina!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag ISPS Handa New Zealand Open  SMELLIÐ HÉR: