Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2014 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Fiona Puyo (13/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 19. sætinu (voru jafnar í 19.-22. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals slétt par, 360 högg:     Fiona PuyoKrista Bakker, Julie Tvede  og Elina Nummenpaa.

Finnsku kylfingarnir Krista Bakker og Elina Nummenpaa og danski kylfingurinn Julie Tvede hafa þegar verið kynntar en í dag verður síðasti kylfingurinn  kynntur sem varð í 19. sæti þ.e. franski kylfingurinn Fiona Puyo.  Puyo lék á samtals sléttu pari eins og segir 360 höggum (71 75 71 73 70).

Fiona Puyo

Fiona Puyo

Fiona Puyo er fædd 11. janúar 1987 í Epernay, Frakklandi og er því nýorðin 27 ára.

Puyo er 1m70 cm á hæð með brún augu og brúnt hár. Hún byrjaði að spila golf 14 ára í Venezuela. Puyo er alin upp í Venezuela, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Argentinu og Frakklandi. Puyo tók þátt í unglingagolfstarfi La Nivelle Golf Club þegar hún sneri aftur til Frakklands og var forgjöf hennar komin niður í 1 stafs tölu innan árs. Puyo útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði og spilaði fyrst á LPGA Futures Tour (Symetra Tour). Í dag æfir Puvo aðallega í  Frankfurt Golf Club (í Frankfurt, Þýskalandi) og linkinu  í Stono Ferry (Charleston, SC USA) og Golf de la Nivelle (Ciboure, Frakklandi). Puyo býr í Frankfurt, Þýskalandi og segir fjölskyldu og þjálfara sína hafa haft mestu áhrif á sig í golfinu.

Puyo gerðist atvinnumaður 2012. Meðal hápunkta á áhugamannsferli hennar er að Puvo varð franskur meistari 2011.

Meðal áhugamála Puyo utan golfsins eru lestur góðra bóka, að vera á seglbretti, að spila saxófón, að kanna nýja staði og menningarsvæði þ.e. ferðast.