Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2014 | 09:00

PGA: Watson og Yang efstir e. 1. dag í Phoenix

Það eru Y.E Yang og Bubba Watson, sem leiða eftir 1. dag á Waste Management Open, sem hófst á TPC Scottsdale golfvellinum í Phoenix, Arizona í gær.

Báðir léku þeir Yang og Watson á 7 undir pari, 64 höggum.

Fast á hæla þeirra í 3. sæti eru 7 kylfingar, aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 65 höggum. Þetta eru þeir Pat Perez, Kevin Stadler, William McGirt, Greg Chalmers, Matt Jones, Chris Kirk og Harris English.

Lee Westwood, sem að sögn var kominn í frábært spilaform, er í 18. sæti en hann lék á 4 undir pari, 67 höggum

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Waste Management Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Waste Management Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá bestu höggin á 16. holu TPC Scottsdale á 1. degi Waste Management Open SMELLIÐ HÉR: