Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 06:15

LPGA: Mi Hyang Lee sigraði á ISPS Handa mótinu – Ko varð í 2. sæti

Það var Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem sigraði á ISPS Handa New Zealand´s Women´s Open. Lee  lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum (72 72 63). Það var glæsilokahringur Lee upp á 9 undir pari, 63 högg (1 örn og 7 fuglar), sem innsiglaði sigurinn. Lee hóf lokahringinn 8 höggum á eftir forystukonunni Anyu Alvarez frá Bandaríkjunum, sem deildi 3. sæti ásamt þeim Seonwoo Bae og Beth Allen, en Alvarez átti slæman lokahring upp á 1 yfir pari, 73 höggum. Í 2. sæti varð Lydia Ko, á 8 undir pari, 208 höggum (69 69 70). Ko átti langt fuglapútt á 18. eftir til að knýja fram bráðabana, en það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 23:30

PGA: Bubba Watson einn í forystu fyrir lokahringinn í Phoenix

Það er Bubba Watson sem er einn í forystu eftir 3. dag Waste Management Open á TPC Scottsdale í Phoenix, Arizona. Bubba er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 198 höggum (64 66 68). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Kevin Stadler á samtals 13 undir pari, 200 höggum (65 68 67). Í 3. sæti eru síðan 3 kylfingar: Hideki Matsuyama, Ryan Moore og Harris English allir á samtals 12 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á  Waste Management Open eftir 3. dag  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Waste Management Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 23:00

Golfbolti á krókódílshaus

Við höfum öll heyrt um skolla, fugla, og arnarhögg á golfvelli. En „krókódílinn“? Golfreglur segja svo fyrir að leika skuli boltanum þar sem hann liggur, en hvað ef hann lendir ofan á haus krókódíls? Það gerist auðvitað ekki hér á landi heldur í Flórída, þar sem kylfingar eru meira og minna alltaf að spila golf í námunda við þetta græna skriðdýr. En golfbolti lenti einmitt á krókódílshaus í Englewood, Sarasota í Flórida.  Hér er um að ræða alveg nýja hindrun á golfvellinum, en króksi með golfboltann á hausnum náðist á myndskeið af hópi kylfinga sem var við golfleik á Myakka Pines golfvellinum í  Englewood. Reyndar var myndin tekin af David Pucin, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 20:30

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 22 ára afmæli í dag. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Mynd: Golf 1 Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 5 ár. Engu að síður er hún komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011 og 2012. Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 20:15

Golfgrín á laugardegi

Linford Christie (Ólympíugullverðlaunahafi í 100 metra hlaupi) kemur upp á hliðum Augusta National og vill fá að spila einn hring, en maðurinn við hliðið vill ekki hleypa honum inn. Maður segir: „Því miður herra minn, þú mátt ekki spila Augusta National en það er annar golfvöllur í aðeins 10 mínútna fjarlægð,“ sagði vörðurinn. Linford svarar: „Veistu ekki hver ég er? Ég er einn sá hraðasti að hlaupa 100 metra í heiminum. Breytir það málum ekki aðeins? spyr hann. „Jú herra minn,“ svarar vörðurinn. „Það mun þá aðeins taka ÞIG 2 mínútur að komast á næsta golfvöll!!!“

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Stephen Gallacher?

Stephen Gallacher leiðir fyrir lokahring Omega Dubai Desert Classic 2014, þar sem hann á titil að verja.  Hann átti frábæran hring upp á 63 högg í dag, þar sem hann lék seinni 9 á Emirates golfvellinum á 9 undir pari, 28 höggum, sem þýðir að meðaltali fugl á hverja holu á seinni 9 þar sem parið er 37! Á fyrri hring var Gallacher á sléttu pari fékk fugl og skolla. Spurning hvort honum takist að verja titil sinn og standa uppi sem sigurvegari á Dubai Desert Classic á morgun?  En hver er kylfingurinn? Stephen James Gallacher fæddist 1. nóvember 1974 í Dechmont, Vestur-Lothian í Skotlandi. Hann er því 39 ára.  Stephen Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 14:45

Golfútbúnaður: Nevr Looz golfpokar

Eftir  golfvörusýningarnar sem haldnar eru árlega í Orlando, Flórída, fyllast golffréttamiðlar af „bestu listum“ sem hinir og þessir sjálfskipaðir snillingar velja og birta síðan kylfingum. Í ár fór PGA golfvörusýningin fram dagana 22.-24. janúar 2014. Hún er haldin í ráðstefnu- og sýningarhöll Orange County og þarf að ganga 16 km til þess að komast yfir allt sem er á sýningunni. Þarna eru þúsundir af golfvörum allt frá tíum upp í hugmyndir af golfvöllum og í öllu þessu velja golffréttamenn 10 bestu munina, sem vöktu athygli þeirra. Einn miðillinn sem setur saman einn slíkan lista um 10 bestu golfvörurnar af PGA golfvörusýningunni í Orlando er Yahoo og hafa þeir búið til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 14:30

Evróputúrinn: Gallacher leiðir fyrir lokahringinn í Dubaí

Það er sá sem á titil að velja,  Stephen Gallacher, sem leiðir eftir 3. dag á Omega Dubaí Desert Classic. Gallacher átti glæsilegan 3. hring þar sem hann lék Emirates golfvöllinn á 9 undir pari, 63 höggum. Það var til þess að nú er Gallacher á 16 undir pari, 200 höggum (66 70 63) og í 1. sæti fyrir lokahringnn!!! Í 2. sæti er Rory McIlory 2 höggum á eftir á 14 undir pari, 202 höggum (63 70 64). Enn öðrum tveimur höggum á eftir í 3. sæti eru danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka, báðir á samtals 12 undir pari. Nr. 1 á heimslistanum, Tiger deilir 37. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 12:00

ALPG&LET: Anya Alvarez leiðir í Nýja-Sjálandi e. 2. dag – Ko í 2. sæti

Það er bandarísk stúlka, Anya Alvarez, sem leiðir eftir 2. dag á ISPS Handa New Zealand Women´s Open. Alvarez ásamt Hyun Soo Kim frá Suður-Kóreu átti besta skorið á 2. degi mótsins 6 undir pari, 66 högg. Samtals er Alvarez búin að spila á 8 undir pari, 136 höggum (70 66). „Heimakonan“ Lydía Ko, sem allir héldu að myndi fara auðveldlega með að vera í toppsætinu er í 2. sæti annan daginn í röð! Ko er búin að spila báða dagana á 69 höggum og er því samtals á 6 undir pari, 138 höggum (69 69).  Ástæða þess að undrabarninu okkar 16 ára, sem nú er orðin atvinnumaður gengur ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 11:45

PGA: Jones og Watson leiða eftir 2. dag Waste Management Open

Það er Bubba Watson sem heldur forystu sinni á Waste Management Open, á TPC Scottsdale golfvellinum í Phoenix, Arizona, ásamt bandaríska kylfingnum Matt Jones. Báðir eru samtals búnir að spila á 12 yfir pari, 130 höggum; Bubba (64 66) og Matt Jones (65 65). Þriðja sætinu deila Ástralinn Greg Chalmers og Harris English, báðir 2 höggum á eftir á samtals 10 undir pari, hvor. Phil Mickelson er á samtals 4 undir pari, 8 höggum á eftir forystumönnunum og er sem stendur í 27. sæti sem hann deilir ásamt  10 öðrum kylfingum. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Pádraig Harrington og Lee Westwood, en sá síðarnefndi átti sérlega Lesa meira