Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2014 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen —- 3. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen. Goosen er fæddur 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane) í Suður-Afríku og er því 45 ára í dag!!! Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að rifja upp sögu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2014 | 08:00

Hvað var í pokum sigurvegaranna um helgina?

Hér fer það sem var í pokum sigurvegaranna sunnudaginn 2. febrúar 2014: PGA: Kevin Stadler sigurvegari Waste Management Phoenix Open Það má segja að það sé svolítið „bland í poka“ hjá Kevin Stadler, sem sigraði á Waste Management Phoenix Open í gær. Eftirfarandi kylfur eru í sigurpoka hans: DRÆVER: TaylorMade Burner SuperFast 2.0 (9.5° með UST Mamiya VTS skafti) BRAUTARTRÉ: Callaway Big Bertha Steelhead III (17° með Matrix OZIK XCON8 skafti) BLENDINGAR: Ping i15 (17° með Graphite Design Tour AD X Hybrid skafti) JÁRN: Cleveland 588 Forged CB (4-9 með True Temper Dynamic Gold S400 sköftum) FLEYGJÁRN: Cleveland 588 Forged (48, 51, 54, 58° með True Temper Dynamic Gold S400 sköftum) PÚTTER: Ping Scottsdale TR Carefree Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2014 | 07:30

Stadlerfeðgarnir fyrstu feðgarnir til að keppa samtímis í Masters

Hinn 33 ára Kevin Stadler vann s.s. Golf 1 hefir greint frá 1. mót sitt á PGA Tour í gær þ.e. Phoenix Open. Stadler sigraði þegar Bubba Watson missti pútt á 18. holu sem hefði komið honum í bráðabana við Stadler. Um sigur sinn sagði Kevin Stadler: „Það var svolítið skrítið að sigra þetta golfmót. Ég bjóst algerlega við að hann næði að setja púttið niður. Ég myndi hafa kosið að sigra með að setja mitt niður.“ En það var einn sem var ánægður, það var „Rostungurinn“ Craig Stadler, pabbi Kevin, 13-faldur sigurvegari á PGA Tour.  Þeir feðgar eru nú 9. feðgatvenndin sem sigrar mót á PGA Tour og þeir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2014 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Kevin Stadler?

Kevin Stadler sigraði í gær, 2. febrúar 2014,  í fyrsta sinn á ferli sínum mót á PGA mótaröðinni, þ.e. Waste Management Open í Phoenix, Arizona. Kevin Stadler er ekki þekktasti kylfingurinn á PGA mótaröðinni, enda ekki áður verið í sigursæti.  Hann hefir hins vegar sigrað 10 sinnum á atvinnumannsferli sínum í golfi en spurningin verður eftir sem áður: Hver er kylfingurinn? Kevins Stadler fæddist 5. febrúar 1980 í Reno, Nevada og á því 34 ára afmæli ekki á morgun heldur hinn.  Hann er sonur 13-falds sigurvegara á PGA mótaröðinni, Craig Stadler og Susan Barrett.Kevin fluttist með fjölskylu sinni til Denver, Colorado, og var í Kent Denver mentaskólanum, þar sem hann bar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 23:50

PGA: Stadler með fyrsta sigurinn á PGA!

Það var Kevin Stadler sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Open, nú rétt í þessu …. en ekki Bubba Watson, sem var að reyna við fyrsta sigur sinn í 2 ár á PGA…. og var búinn að leiða mestallt mótið. Stadler lék á 16 undir pari, 268 höggum (65 68 67 68). Bubba Watson varð aðeins 1 höggi á eftir (64 66 68 71) ásamt kanadíska kylfingnum Graeme DeLaet (67 72 65 65), en þeir deildu 2. sætinu. Fjórða sætinu deildu japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og Hunter Mahan, enn öðru höggi á eftir á 14 undir pari, hvor. Phill Mickelson deildi 42. sætinu ásamt öðrum – lék á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Þór Þórðarson – 2. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Gísli Þór Þórðarson. Gísli Þór er fæddur 2. febrúar 1993 og á hann því 21 árs afmæli í dag! Gísli Þór er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og tók með góðum árangri þátt á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar.   Gísli Þór er með 2,3 í forgjöf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Gísli Þór Þórðarson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Arron Matthew Oberholser, 2. febrúar 1975 (39 ára), Virginie Lagoutte-Clement, f. 2. febrúar 1979 (35 ára)  og… Þorgeir Pálsson F. 2. febrúar 1968 (46 ára)   Jenny Sigurðardóttir (53 ára) Gallerí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 20:00

Golfgrín á sunnudegi

Tveir golfvinir spila saman á braut einni, á skógarjaðri. Allt í einu birtist skógarbjörn og annar golfarinn flýr upp í tré og felur sig. Hinn sá engan möguleika á að komast undan, en lagði sig á jörðina og þóttist vera steindauður. Skógarbjörninn þefaði af honum en þar sem hann hafði ekki lyst á „líkinu“  þrammaði hann þunglamalega í burtu. Sá sem var upp í trénu kom niður og spurði vin sinn: „Hverju hvíslaði bjössi að þér?“ Kylfingurin, sem spurður var svaraði: „Hann sagði mér að ég ætti að slíta vináttuni við þá „vini“, sem hlaupa frá manni þegar maður er í hættu.“

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Cathrine Bristow (14/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 15. sætinu (voru jafnar í 15.-18. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 undir pari, 359 högg: Anais Magetti; Marina Salinas; Isabelle Boineau Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 17:30

Evróputúrinn: Gallacher varði titilinn með stæl!!

Skotinn Stephen Gallacher sigraði á Omega Dubai Desert Classic í dag. Hann lék á samtals 16 undir pari, 202 höggum (66 71 63 72). Þetta er 3. sigur Gallacher er Evróputúrnum en sjá má kynningu Golf 1 á Gallacher með því að SMELLA HÉR:  Fyrir sigurinn hlaut Gallacher € 303,268 (sem er u.þ.b. 50 milljónir íslenskar krónur). Í 2. sæti varð Argentínumaðurinn Emiliano Grillo, en hann var aðeins 1 höggi á eftir Gallacher þ.e. á samtals 15 undir pari. Bandaríkjamaðurinn Bruce Koepka og Frakkinn Romain Wattel deildu 3. sætinu á samtals 14 undir pari, hvor og fjórir kylfingar deildu 5. sæti: Thorbjörn Olesen; Robert Rock; Steve Webster og Mikko Ilonen, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 10:30

Tiger og O´Meara í skugganum á 6 ára golfgutta í Dubaí – Myndskeið

Tiger Woods veit eitt og annað um það að vera undrabarn í golfi. Eftir allt þá byrjaði hann jú 2 ára í golfi og var aðeins 21 árs þegar hann vann the Masters risamótið 1997. Eftir hræðilega viku sína á Farmers Insurance Open þá er hann búin að vera í Dubai s.l. viku, þar sem hann hefir verið að keppa á Omega Dubai Desert Classic og hefir gengið mun betur þar, en er langt frá því að vera í toppformi sínu. Milli hringja hitti Woods Mark O’Meara en þeir voru með golfkennslu á æfingasvæði Emirates golfklúbbnum og komu margir til að fylgjast með. Fljótt féllu stórstjörnurnar í skuggann á 6 ára golfgutta. Tiger Lesa meira