Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 14:30

Evróputúrinn: Gallacher leiðir fyrir lokahringinn í Dubaí

Það er sá sem á titil að velja,  Stephen Gallacher, sem leiðir eftir 3. dag á Omega Dubaí Desert Classic.

Gallacher átti glæsilegan 3. hring þar sem hann lék Emirates golfvöllinn á 9 undir pari, 63 höggum.

Það var til þess að nú er Gallacher á 16 undir pari, 200 höggum (66 70 63) og í 1. sæti fyrir lokahringnn!!!

Í 2. sæti er Rory McIlory 2 höggum á eftir á 14 undir pari, 202 höggum (63 70 64).

Enn öðrum tveimur höggum á eftir í 3. sæti eru danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka, báðir á samtals 12 undir pari.

Nr. 1 á heimslistanum, Tiger deilir 37. sætinu á samtals 5 undir pari, 11 höggum á eftir Gallacher.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags SMELLIÐ HÉR: