Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 06:15

LPGA: Mi Hyang Lee sigraði á ISPS Handa mótinu – Ko varð í 2. sæti

Það var Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem sigraði á ISPS Handa New Zealand´s Women´s Open.

Lee  lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum (72 72 63). Það var glæsilokahringur Lee upp á 9 undir pari, 63 högg (1 örn og 7 fuglar), sem innsiglaði sigurinn. Lee hóf lokahringinn 8 höggum á eftir forystukonunni Anyu Alvarez frá Bandaríkjunum, sem deildi 3. sæti ásamt þeim Seonwoo Bae og Beth Allen, en Alvarez átti slæman lokahring upp á 1 yfir pari, 73 höggum.

Í 2. sæti varð Lydia Ko, á 8 undir pari, 208 höggum (69 69 70). Ko átti langt fuglapútt á 18. eftir til að knýja fram bráðabana, en það fór því miður fram hjá. Hún var búin að eiga við magakveisu allt mótið og varð m.a. að leggjast inn á sjúkrahús – Glæsilegt hjá henni að ná 2. sætinu!

Til þess að sjá lokastöðuna á SMElLLIÐ HÉR: