Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 14:45

Golfútbúnaður: Nevr Looz golfpokar

Eftir  golfvörusýningarnar sem haldnar eru árlega í Orlando, Flórída, fyllast golffréttamiðlar af „bestu listum“ sem hinir og þessir sjálfskipaðir snillingar velja og birta síðan kylfingum.

Í ár fór PGA golfvörusýningin fram dagana 22.-24. janúar 2014. Hún er haldin í ráðstefnu- og sýningarhöll Orange County og þarf að ganga 16 km til þess að komast yfir allt sem er á sýningunni.

Þarna eru þúsundir af golfvörum allt frá tíum upp í hugmyndir af golfvöllum og í öllu þessu velja golffréttamenn 10 bestu munina, sem vöktu athygli þeirra.

Einn miðillinn sem setur saman einn slíkan lista um 10 bestu golfvörurnar af PGA golfvörusýningunni í Orlando er Yahoo og hafa þeir búið til 10 greinar um hverja þeirra 10 golfvara sem þeim fannst best.

Ein þeirra eru Nevr Looz golfpokarnir og verður að taka undir með þeim hjá Yahoo að bara nafnið fyrir það fyrsta er býsna gott.

Nevr Looz notafæra sér Pro-Clip tæknina, þ.e. pokinn er í raun enginn poki heldur er notast við 15 klemmur til þess að halda kylfunum örugglega á sínum stað, jafnvel þegar „pokanum“ er snúið við.

Pokinn er „opinn“ þ.e. það sést í kylfurnar, þær eru ekki huldar nælunefni frá skafti að haus og gerir þetta að verkum að hægt er að nálgast þær auðveldar.

Pokarnir frá Nevr Looz eru búnir til úr nælon og vega u.þ.b. 1,8 kíló. Kælibox er í pokanum, sem og poki fyrir verðmæti, sem er velúrfóðraður og síðan langur vasi.  Pokarnir eru með sérstaka holu fyrir pútterinn, burðarreimar, sérstaka holu fyrir regnhlíf, sérstaka klemmu fyrir handklæði og það sem virkilega myndi reynast praktíst hér á landi: regn-„cover.“

Verðið á pokunum er $ 250,- (u.þ.b. 27.000,- íslenskra króna). Skoða má Nevr Looz golfpokana nánar með því að SMELLA HÉR: