Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 11:45

PGA: Jones og Watson leiða eftir 2. dag Waste Management Open

Það er Bubba Watson sem heldur forystu sinni á Waste Management Open, á TPC Scottsdale golfvellinum í Phoenix, Arizona, ásamt bandaríska kylfingnum Matt Jones.

Báðir eru samtals búnir að spila á 12 yfir pari, 130 höggum; Bubba (64 66) og Matt Jones (65 65).

Þriðja sætinu deila Ástralinn Greg Chalmers og Harris English, báðir 2 höggum á eftir á samtals 10 undir pari, hvor.

Phil Mickelson er á samtals 4 undir pari, 8 höggum á eftir forystumönnunum og er sem stendur í 27. sæti sem hann deilir ásamt  10 öðrum kylfingum.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Pádraig Harrington og Lee Westwood, en sá síðarnefndi átti sérlega slæman 2. hring upp á 75 högg.

Til þess að sjá stöðuna á Waste Management Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Waste Management Open SMELLIÐ HÉR: