Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Stephen Gallacher?

Stephen Gallacher leiðir fyrir lokahring Omega Dubai Desert Classic 2014, þar sem hann á titil að verja.  Hann átti frábæran hring upp á 63 högg í dag, þar sem hann lék seinni 9 á Emirates golfvellinum á 9 undir pari, 28 höggum, sem þýðir að meðaltali fugl á hverja holu á seinni 9 þar sem parið er 37! Á fyrri hring var Gallacher á sléttu pari fékk fugl og skolla. Spurning hvort honum takist að verja titil sinn og standa uppi sem sigurvegari á Dubai Desert Classic á morgun?  En hver er kylfingurinn?

Stephen James Gallacher fæddist 1. nóvember 1974 í Dechmont, Vestur-Lothian í Skotlandi. Hann er því 39 ára.  Stephen er frændi fyrrum Ryder bikars fyrirliða liðs Evrópu Bernard Gallacher og Sky íþróttafréttamannsins Kirsty Gallacher.

Sem áhugamaður spilaði Stephen í sigurliði liðs Evrópu í Walker Cup í Royal Porthcawl árið 1995 og gerðist atvinnumaður síðar það árið. Hann varð bæði skoskur meistari í höggleik og holukeppni

Stephen ávann sér kortið sitt á Evróputúrnum í fyrstu tilraun sinni 1995 en hlaut bakmeiðsli sumarið 1996 þegar hann var að ná í farangur sinn af farangurssleða á flugvelli. Hann spilaði ekkert meira það árið.

Það var fyrst árið 2000 sem Gallacher varð meðal topp-100 á peningalista Evrópumótaraðarinnar, en það árið varð hann í 56. sæti. Fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni kom á Dunhill Links Championship, 2004, sem kom honum í 15. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar.  Þetta var nákvæmlega 35 árum eftir að frændi hans Bernard Gallacher, vann fyrsta titil sinn sem atvinnumaður.  Hann vann Graeme McDowell í umspili, til mikillar ánægju heimamanna á  St Andrews.

Aftur var Stephen Gallacher frá leik á Evrópumótaröðinni, 2009, vegna veikinda, en hann hlaut vísus,  sarcoidosis, sem réðist á lungu hans og liðamót, en hann náði heilsu aftur ári síðar, 2010, og náði 4. sæti ásamt Martin Laird f.h. Skotland á Mission Hills World Cup.

Í febrúar 2013 lauk Stephen Gallacher 201 leikja eyðimerkurgöngu sinni eftir 2. sigri sínum þegar hann vann 2. sigur sinn á Evrópumótaröðinni: Omega Dubai Desert Classic. Hann var í forystu eftir að ná besta hring á ferli sínum 62 höggum í 3. hring. Þrátt fyrir að fá 2 skolla á fyrstu 2 holum sínum á lokahringnum sigraði Gallacher þegar honum tókst að taka skollana aftur með erni á 16. holu. Með þessum sigri tókst Stephen Gallacher aftur að komast á topp-100 á heimslistanum og er í 67. sæti sem stendur.  Með sigri gæti hann komist meðal efstu 50, en það hlýtur að vera markmið hans, en það myndi veita honum rétt að spila á the Masters risamótinu, nú í april.

Síðar á árinu 2013 komst Gallacher í 3 manna umspil á Johnnie Walker Championship á Gleneagles en enski kylfingurinn Tommy Fleetwood sigraði í því móti

Stephen Gallacher er kvæntur konu sinni Helen (giftust 1999) og þau eiga börnin Jack (2001) og Ellie (2004).

Áhugamál Gallacher utan golfsins eru fótbolti, veiðar (fisk), hjólreiðar og snóker.  Stephen Gallacher er fremur hávaxinn 1,88 m á hæð og 87 kg.

Í dag býr Gallacher í Linlithgow, Skotlandi og er í félagi í Kingsfield Golf Centre.  Hann er sem segir nr. 67 á heimslistanum … en það gæti breyst nú eftir helgina.