Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 23:30

PGA: Bubba Watson einn í forystu fyrir lokahringinn í Phoenix

Það er Bubba Watson sem er einn í forystu eftir 3. dag Waste Management Open á TPC Scottsdale í Phoenix, Arizona.

Bubba er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 198 höggum (64 66 68).

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Kevin Stadler á samtals 13 undir pari, 200 höggum (65 68 67).

Í 3. sæti eru síðan 3 kylfingar: Hideki Matsuyama, Ryan Moore og Harris English allir á samtals 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á  Waste Management Open eftir 3. dag  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Waste Management Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: