Myndir Caroline af Rory
Caroline Wozniacki og Rory McIlroy trúlofuðust s.s. kunnugt er orðið í ársbyrjun. Rory tók nú nýverið þátt í Omega Dubai Desert Classic og þar elti Caroline hann allsstaðar með myndavél og tók myndir af sínum heittelskaða. Þessar myndir „breytti“ hún síðan aðeins með þvi að photoshopa sjálfa sig inn á flestallar þeirra. Afraksturinn má sjá hér að neðan:
GKG: Birgir Leifur ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri
Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri GKG. Birgir Leifur hóf störf 1. febrúar og mun stýra markaðsmálum GKG ásamt því að byggja upp viðburðardeild. Viðburðardeildinni er ætlað að veita fyrirtækjum ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi viðburði sem fyrirtæki geta unnið í samráði við golfklúbba eins og golfmót, golfkennslu fyrir starfsmenn og viðskiptavini, fjölskyldudaga, stefnumótunarviðburði með golfþemu og fleira. Þá mun Birgir Leifur vinna með íþróttasviði GKG að því að efla þjónustu við hinn almenna kylfing. Birgir Leifur er ráðinn í hlutastarf og mun áfram sinna atvinnumennskunni. Birgir Leifur er menntaður PGA golf kennari.
Indverjar hrifnir af Tiger
Tiger Woods spilaði 18 holur í Delhi golfklúbbnum (DGC) í dag og kom í hús á 9 undir pari. Hann heillaði þær þúsundir Indverja sem hópuðust á völlinn til þess að sjá Tiger. Tiger hitti flestar flatir á tilskyldum fjölda högga en DGC er þekktur fyrir þröngar brautir sínar. Tiger er í Delhi í boði forstjóra mótorhjóla framleiðandans Hero MotoCorp Pawan Munjal, og sýndi öllum af hverju hann er álitinn besti kylfingur allra tíma í morgun. Sagt er að Tiger hafi þegið 250 milljónir íslenskra króna til þess að spila 1 hring með Munjal og vinum hans. Alan Wilkins tilkynnti komu Tiger á fyrsta teig eftir að hann hafði hitað upp Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jósefína Benediktsdóttir – 4. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Jósefína Benediktsdóttir. Jósefína fæddist 4. febrúar 1958 og á því 56 ára stórafmæli í dag. Jósefína er í Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS) og varð m.a. ásamt eiginmanni sínum Þorsteini Jóhannssyni, klúbbmeistari GKS 2011. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Jósefína Benediktsdóttir (56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmút fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Vestmannaeyjum. Sonur hans Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 8. sæti eftir 1. dag Sea Best mótsins
Keppnistímabið hjá Guðmundi Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU er hafið, en The Bucs taka þátt í Sea Best Invitational mótinu, sem fram fer á TPC Sawgrass, The Players Stadium á Ponte Vedra Beach, Flórída, dagana 3.-4. febrúar og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld. Það eru 16 háskólalið sem þátt taka og The Bucs eru í 8. sæti og 84 sem þátt taka í mótinu. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum. Ekki tókst að ljúka 2. hring sem spilaður var í gær vegna myrkurs. Guðmundur Ágúst á eftir að klára 2 holur af 2. hring og er búinn að fá 1 fugl, 3 skolla og Lesa meira
Adam Scott valinn besti íþróttamaður Ástralíu
Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, var valinn besti íþróttamaður Ástralíu skv. lista yfir 100 bestu áströlsku íþróttamennina, sem birtur var í ástralska dagblaðinu News Limited. Listinn var settur saman af hinum virta fréttamanni Richard Hinds, en félagi Scott á PGA, Jason Day varð í 13. sæti. Kylfinurinn Marc Leishman varð síðan í 82. sætiþ Hinds sagði um Scott að hann hefði, „náð að sýna gríðarmikla hæfileik sína með því að verða fyrsti Ástralinn til þess að sigra US Masters.“ „Adam er nú sá íþróttamaður sem náð hefir mesta árangri á alþjóðvettvangi og jafnframt sá sem er sýnilegastur.“ Þetta er mikið lof fyrir strákinn frá Queensland (Adam Scott), en svo mikið Lesa meira
Líf Cristie Kerr hefir breyst við fyrsta barnið
Líf bandaríska kylfingsins Cristie Kerr breyttist dramatískt fyrir 2 mánuðum. Þá fékk hún fyrsta barn sitt, Mason Kerr Stevens, í hendurnar á sjúkrahúsi í Flórída. Hún fann heimsálfuplöturnar skjálfa undir fótum sér og vissi að ekkert yrði eins og það var aftur. „Það er eins og ég hafi ekki þekkt sjálfa mig áður en Mason fæddist,“ sagði Kerr í viðtali við GolfChannel.com. „Allir segja að það að eignast barn breyti lífi manns, en maður veltir bara fyrir sér, hvernig nákvæmlega? Þar til að maður eignast barn veit maður það ekki og skilur ekki í raun þá ást sem býr í manni. Þetta er miklu betra en ég hefði nokkru sinni getað Lesa meira
Sólskinstúrinn: Sigur Sterne á Joburg Open væri sögulegur
Richard Sterne tekur þátt í móti vikunnar á Sólskinstúrnum, Joburg Open, þegar hann snýr aftur til þess að verja titil sinn í mótinu, sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins. Mótið hefst á fimmtudeginum á Austur og Vestur völlunum og síðustu 2 hringirnir verða bara spilaðir á Austurvellinum. Sterne varð fyrsti sigurvegari Joburg Open frá Suður-Afríku árið 2008 og setti met í fyrra þegar hann vann mótið með mesta mun á næsta keppenda í sögu þess eða 7 högg. Í ár ætlar hann að verja titil sinn og jafnframt verða sá fyrsti í sögunni til að sigra þrívegis á mótinu. Sterne hlakkar til að spila aftur á „heimavelli“: „Mér líkar við Lesa meira
Bestu högg Waste Management Phoenix Open 2014 – Myndskeið
Eitt af flottustu höggunum á Waste Management Phoenix Open 2014 var svo sannarlega högg Ben Crane á par-4 17. brautinni þegar hann fór næstum holu í höggi en átti þægilegt pútt fyrir erni. Hér fer samantekt á einhverjum flottustu höggunum á Waste Management Phoenix Open 2014 SMELLIÐ HÉR:
Tiger flaug til Indlands til að spila 18 holur!
Tiger Woods kom til Nýju Delhi á Indlandi í dag, í fyrstu heimsókn sinni til Indlands, þar sem hann mun spila við sérstakan gest í einkamóti, sem styrkt er af mótórhjóla framleiðanda. Nr. 1 á heimslistanum kom til Indlands frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir keppnina á Omega Dubaí Desert Classic, þar sem náð var í hann úr VIP svæði flugvallarins undir mikilli öryggisgæslu. Tiger mun spila 18 holu hring undir strangri öryggisgæslu í Delhi golfklúbbnum í fyrramálið. Fjölmiðlum verður ekki leyfður aðgangur. „Ég er hræddur um að þetta sé einka“ sagði einn af fyrirsvarsmönnum klúbbsins. „Jafnvel reglulegum félögum er ekki leyft að koma á völlinn, nema þeim hafi verið boðið.“ Lesa meira










