Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 23:50

PGA: Stadler með fyrsta sigurinn á PGA!

Það var Kevin Stadler sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Open, nú rétt í þessu …. en ekki Bubba Watson, sem var að reyna við fyrsta sigur sinn í 2 ár á PGA…. og var búinn að leiða mestallt mótið.

Stadler lék á 16 undir pari, 268 höggum (65 68 67 68).

Bubba Watson varð aðeins 1 höggi á eftir (64 66 68 71) ásamt kanadíska kylfingnum Graeme DeLaet (67 72 65 65), en þeir deildu 2. sætinu.

Fjórða sætinu deildu japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og Hunter Mahan, enn öðru höggi á eftir á 14 undir pari, hvor.

Phill Mickelson deildi 42. sætinu ásamt öðrum – lék á samtals 4 undir pari – og var 12 höggum á eftir sigurvegara mótsins Kevin Stadler!

Til þess að sjá lokastöðuna á Waste Management Open í Phoenix Arizona SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Waste Management Open SMELLIÐ HÉR:  

Til þess að sjá hápunkta frá 16. holu TPC Scottsdale á lokadegi Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: