Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2014 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Kevin Stadler?

Kevin Stadler sigraði í gær, 2. febrúar 2014,  í fyrsta sinn á ferli sínum mót á PGA mótaröðinni, þ.e. Waste Management Open í Phoenix, Arizona. Kevin Stadler er ekki þekktasti kylfingurinn á PGA mótaröðinni, enda ekki áður verið í sigursæti.  Hann hefir hins vegar sigrað 10 sinnum á atvinnumannsferli sínum í golfi en spurningin verður eftir sem áður: Hver er kylfingurinn?

Kevins Stadler fæddist 5. febrúar 1980 í Reno, Nevada og á því 34 ára afmæli ekki á morgun heldur hinn.  Hann er sonur 13-falds sigurvegara á PGA mótaröðinni, Craig Stadler og Susan Barrett.Kevin fluttist með fjölskylu sinni til Denver, Colorado, og var í Kent Denver mentaskólanum, þar sem hann bar af í golfliði skólans.  Hann útskrifaðist síðan frá University og Southern Californía og gerðist atvinnumaður árið 2002.

Áhugamannsferill Kevin Stadler var góður en alla tíð voru miklar væntingar gerðar til hans vegna föður hans Craig.  Sem áhugamaður sigraði Kevin m.a. Doug Sanders Junior World Championship árið 1997 og í Champions Challenge með Craig föður sínum 1999.

Árið 2004 sigraði Stadler tvívegis á Nationwide Tour ( Lake Erie Charity Classic at Peek ‘n Peak Resort og Scholarship America Showdown) og varð í 13. sæti á peningalistanum og komst því í fyrsta sinn á PGA Tour árið 2005. Á fyrsta keppnistímabili sínu á PGA Tour varð hann í 168. sæti á peningalistanum og missti því kortið sitt strax eftir 1. árið.

Snemma árs 2006 (þ.e. 12. febrúar)  sigraði Stadler Johnnie Walker Classic í Ástralíu  (átti 2 högg á Nick O´Hern) og hlaut því tveggja ára undanþágu til þess að spila á Evrópu, Asíu og Ástralasíutúrunum.  Stadler sagði um sigurinn: „Ég er í sannleika sagt algerlega hissa á því að sigra …. Ásetningur minn var að spila bara á Nationwide Tour og ná PGA Tour kortinu mínu aftur en nú veit ég ekkert hvað ég kem til með að gera.  Klemman sem Kevin Stadler var í var að verðlaunafé var mun hærra á Evrópumótaröðinni en Nationwide Tour en, ólíkt Nationwide Tour veitti Evrópumótaröðin ekki hugsanlega sæti á PGA Tour, en þangað var markmið Kevin Stadler að komast aftur á. Það sem eftir var ársins 2006 deildi hann tíma sínum milli beggja mótaraðanna og vann tvívegis á Nationwide Tour (Xerox Classic og Albertsons Boise Open) sem tryggði honum 12. sætið á peningalista mótaraðarinnar, þannig að hann vann aftur kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2007.  Árið  2006 var Kevin Stadler sérlega gott.

Á 2009 keppnistímabilinu tapaði Stadler fyrir Ryan Moore á Wyndham Championship en á þeim tíma voru þeir báðir að keppast við að ná fyrsta sigri sínum á PGA Tour.

Í gær vann Stadler sem segir í fyrsta sinn á PGA Tour,  en það var á Waste Management Phoenix Open. Þetta var fyrsti sigur Kevin Stadler í 239 mótum sem hann hefir spilað á PGA Tour og með sigrinum en honum tryggður fyrsti þátttökuréttur hans á the Masters risamótinu, nú í apríl n.k.