Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 17:30

Evróputúrinn: Gallacher varði titilinn með stæl!!

Skotinn Stephen Gallacher sigraði á Omega Dubai Desert Classic í dag.

Hann lék á samtals 16 undir pari, 202 höggum (66 71 63 72).

Þetta er 3. sigur Gallacher er Evróputúrnum en sjá má kynningu Golf 1 á Gallacher með því að SMELLA HÉR: 

Fyrir sigurinn hlaut Gallacher € 303,268 (sem er u.þ.b. 50 milljónir íslenskar krónur).

Í 2. sæti varð Argentínumaðurinn Emiliano Grillo, en hann var aðeins 1 höggi á eftir Gallacher þ.e. á samtals 15 undir pari.

Bandaríkjamaðurinn Bruce Koepka og Frakkinn Romain Wattel deildu 3. sætinu á samtals 14 undir pari, hvor og fjórir kylfingar deildu 5. sæti: Thorbjörn Olesen; Robert Rock; Steve Webster og Mikko Ilonen, en sá síðarnefndi var jafnframt á besta skori lokadagsins, 64 höggum!

Þeir sem mestur áhuginn var fyrir Rory McIlroy og Tiger Woods lentu í 9. (Rory) og 41. sæti (Tiger).

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: