Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 20:00

Golfgrín á sunnudegi

Tveir golfvinir spila saman á braut einni, á skógarjaðri.

Allt í einu birtist skógarbjörn og annar golfarinn flýr upp í tré og felur sig.

Bjössi á golfvelli

Bjössi á golfvelli

Hinn sá engan möguleika á að komast undan, en lagði sig á jörðina og þóttist vera steindauður.

Skógarbjörninn þefaði af honum en þar sem hann hafði ekki lyst á „líkinu“  þrammaði hann þunglamalega í burtu.

Sá sem var upp í trénu kom niður og spurði vin sinn: „Hverju hvíslaði bjössi að þér?“

Kylfingurin, sem spurður var svaraði: „Hann sagði mér að ég ætti að slíta vináttuni við þá „vini“, sem hlaupa frá manni þegar maður er í hættu.“