Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2014 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Cathrine Bristow (14/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 15. sætinu (voru jafnar í 15.-18. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 undir pari, 359 högg: Anais Magetti; Marina Salinas; Isabelle Boineau og Cathryn Bristow.

Sú sem verður kynnt í kvöld er Cathryn Bristow, sem varð í 18.sætinu á eins og segir 359 höggum (70 74 70 70 75).

Cathryn fæddist 14. nóvember 1984 í Auckland á Nýja-Sjálandi og er því 29 ára. Fyrir utan Ko er hún einn frægasti kvenkylfingur Nýja-Sjálands.

Cathryn er 1.7m á hæð með dökkbrúnt hár og hnetubrún augu. Hún byrjaði að spila golf í janúar 1988 þá 4 ára.

Cathryn segir að sá sem hafi haft mest áhrif á hana í golfinu hafi verið þjálfari hennar Arron Cole.

Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu var í  University of Oregon, þaðan sem hún útskrifaðist með gráðu í sálfræði.

Cathryn gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2010. Hápunktar hennar sem atvinnumanns eru sigrar hennar á Futures Tour, nú Symetra Tour þ.e. á Pennsylvania Classic árið 2011 og ALPG Tour, þ.e. Moss Vale Pro-am, 2012.

Meðal áhugamála Cathryn eru allar íþróttir, lestur góðra bóka, kvikmyndir, matur og að vera með fjölskylunni

Fréttamaður LET tók viðtal við Bristow sem sjá má með því að SMELLA HÉR: