Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2014 | 07:30

Stadlerfeðgarnir fyrstu feðgarnir til að keppa samtímis í Masters

Hinn 33 ára Kevin Stadler vann s.s. Golf 1 hefir greint frá 1. mót sitt á PGA Tour í gær þ.e. Phoenix Open.

Stadler sigraði þegar Bubba Watson missti pútt á 18. holu sem hefði komið honum í bráðabana við Stadler.

Um sigur sinn sagði Kevin Stadler: „Það var svolítið skrítið að sigra þetta golfmót. Ég bjóst algerlega við að hann næði að setja púttið niður. Ég myndi hafa kosið að sigra með að setja mitt niður.“

En það var einn sem var ánægður, það var „Rostungurinn“ Craig Stadler, pabbi Kevin, 13-faldur sigurvegari á PGA Tour.  Þeir feðgar eru nú 9. feðgatvenndin sem sigrar mót á PGA Tour og þeir verða fyrstu feðgarnir til þess að spila saman og keppa gegn hvor öðrum í næsta Masters móti.

„Þetta er frábært vegna þess að þetta er síðasta (Masters) mótið mitt (sem ég keppi í),“ sagði Craig Stader, en hann sigraði á The Masters árið 1982 og hefir jafnframt sigrað 9 sinnum á Champions tour.

„Ég sagði alltaf… þegar hann (Kevin) kemst inn (á Masters) þá verður það síðasta mótið sem ég keppi í …. Ég er stoltur af honum. Þetta er frábært.“