Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2014 | 19:45

Evróputúrinn: Aiken og Walters leiða fyrir lokahring Joburg Open

Það eru heimamennirnir Thomas Aiken og Justin Walters,  sem leiða fyrir lokahring Joburg Open, sem fram fer í Royal Johannesburg & Kennsington golfklúbbnum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 17 undir pari, 198 höggum; Aiken (70 65 63) og Walters (64 70 64).

Í 3. sæti 2 höggum á eftir forystumönnunum er Jin Jeong og í 4. sæti er Finninn Roope Kakko á samtals 14 undir pari, eða 3 höggum á eftir forystumönnunum Aiken og Walters.

Edoardo Molinari sem leiddi eftir gærdaginn átti „slæman“ dag í dag, lék á 72 höggum og er dottinn ofan í 8. sætið á samtals 11 undir pari og er 6 höggum á eftir Aiken og Walters.

Til að sjá stöðuna eftir 2. dag á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: