Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2014 | 19:30

Afmæliskylfingur dagsins: Paige McKenzie —– 8. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Paige MacKenzie.  Paige á afmæli 8. febrúar 1983 og á því 31 árs afmæli í dag.

Paige MacKenzie fæddist í Yakima, Washington og byrjaði að spila golf 3 ára gömul. Hún segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilar á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi.  Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og að lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike.

Paige MacKenziePaige MacKenziePaige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var  first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Hún var útnefnd stúlkna kylfingur ársins árið 2000 (ens.: Girl Golfer of the Year) bæði af Washington Junior Golf Association og Pacific Northwest Golf Association. Fram að því að Paige útskrifaðist úr menntaskóla hafði hún landað 5 topp-10 niðurstöðum á mótum á landsvísu og unnið 1 mót.

Í háskólagolfinu

Paige Mackenzie hélt hinum árangursríka áhugamannaferli sínum áfram í University of Washington í Seattle, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2006 með BA gráðu í viðskiptafræði.  Hún varð 22 sinnum meðal topp 10 á háskólaárum sínum og er hún í 1. sæti á All-time lista Huskies. Þar að auki var Paige 1 af 8 fulltrúum Bandaríkjanna í Curtis Cup 2006.  Meðan hún var enn áhugamaður náði hún besta árangri sínum í risamótum til þessa þ.e. á US Women´s Open mótinu 2005.  Það varð til þess að hún var tilnefnd kvenkylfingur ársins 2005 af Pacific Northwest Golf Association. Hún vann bæði höggleik og holukeppni í Trans National Championship 2005. Lokaár sitt í háskóla var hún í efsta sæti á lista Golfweek yfir áhugamenn í Bandaríkjunum.

Atvinnumennskan

Paige Mackenzie gerðist atvinnumaður í golfi í september 2006 og fékk undanþágu til að spila á 2007 keppnistímabili LPGA þegar hún landaði T-12 árangri á Q-school í desember 2006.

Hún varð þrívegis meðal topp 25 á 2008 keppnistímabilinu þ.á.m. í 23. sæti í Corona Morelia Championship, í 22. sæti í  The P&G Beauty NW Arkansas Championship styrkt af John Q. Hammons og  T-24 í Safeway Classic. Mackenzie hóf 2008 tímabilið á því að sigra Sharp Open á Cactus Tour (sömu mótaröð og Tinna okkar Jóhannsdóttir hóf atvinnumennskuferil sinn á).

Árið 2009 lék Paige í 16 mótum á LPGA, komst í gegnum niðurskurð 10 sinnum og besti árangur hennar var T-8.  Árið þar á eftir lék hún í 16 mótum, komst 9 sinnum  í gegnum niðurskurð og besti árangurinn var T-34 árangur.  Árið 2011 lék Paige í 18 mótum, komst 13 sinnum í gegnum niðurskurð og besti árangur hennar var T-9 árangur. Árið 2012 lék Paige í 19 mótum, komst 12 sinnum í gegnum niðurskurð og besti árangurinn var T-22, í fyrra (2013) var besti árangurinn T-23 og Paige komst 10 sinnum í gegnum niðurskurð af 17 mótum sem hún lék í.

Árið 2012 gerðist Paige talsmaður  National Association of Professional Women.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. :  Friðrik Friðriksson, GKG, fgj. 17.2, 8. febrúar 1957 (57 ára); Kelly Tidy, 8. febrúar 1992 (22 ára) ….. og ……

Ari Arsalsson

F. 8. febrúar 1973 (41 árs)

Rósa Guðmundsdóttir

F. 8. febrúar 1963 (51 árs)

Guðríður Ólafsdóttir

F. 8. febrúar 1950 (63 ára)

Stefán Ottó Kristinsson  

F. 8. febrúar 1997  (17 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með daginn!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is