Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2014 | 21:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1

Golffréttamaður sem jafnframt var mikill aðdáandi Phil Mickelson getur ekki orða bundist og fer svolítið fram úr sér í aðdáun sinni:  „Þú ert frábær,“ segir hann við Phil.  „Þú ert æðislegur; Nafnið þitt er samheiti golfs!!! Svo finnurðu líka leið þína svo vel, á hvaða golfvelli sem er !!! Hvert er eiginlega leyndarmál þitt?

Mickelson á að hafa svarað: „Holurnar eru númeraðar!“

Nr. 2

Hér er einn sem verður að segja á ensku:

I’m a scratch golfer,“
„Yes, I write down all my good scores and scratch out the bad ones!“

Nr. 3

Golf er eflaust eina íþróttagreinin þar sem andstæðingurinn sem þarf að hafa mestar áhyggjur af ert þú sjálfur!