Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2014 | 02:00

PGA: Spieth og Walker deila forystunni e. 2. dag á Pebble Beach

Það eru þeir Jordan Spieth og Jimmy Walker, sem deila forystunni á AT&T Pebble Beach National Pro Am í hálfleik.

Walker lék Spyglass í dag en Spieth Monterey Peninsula. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari.

Í 3. sæti er Hunter Mahan á 8 undir pari; í 4. sæti Andrew Loupe á 7 undir pari og í 5. sæti Richard H. Lee á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á  AT&T Pebble Beach National Pro Am SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AT&T Pebble Beach National Pro Am SMELLIÐ HÉR: