Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2014 | 02:30

Tiger tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni

Tiger Woods mun ekki keppa í heimsmótinu í holukeppni (WGC Match Play Championship) í Arizona eftir tvær vikur.

Nr. 1 á heimslistanum (Tiger) ætlaði á Vetrarólympíuleikana í Sochi til þess að fylgjast með kærustu sinni Lindsey Vonn en hnjámeiðsli hennar hafa komið í veg fyrir það.

Í staðinn mun Tiger vera heima hjá sér og undirbúa sig fyrir 3 mót í Flórída; en það fyrsta er Honda Classic, sem fram fer 27. febrúar.

„Ég ætlaði mér að vera í fríi þessa viku og fara með Lindsey [Vonn] til Sochi,en því miður mun það ekki gerast,“  bætti Tiger við. „Í staðinn ætla ég að vera heima og undirbúa mig fyrir mótin í Flórída.“ 

„ Honda Classic mótið er rétt hjá heimili mínu og ég við styðja það hvenær sem ég get,“ bætti Tiger við.  

„Við erum með golfkennslumót (learning center) í Murray Middle School í Stuart, [Fla.], og þetta mót hjálpar samfélaginu svo mikið, þ.á.m. Nicklaus Children’s Health Care Foundation.

„Ég er líka spenntur að verja tíma með Arnold og verja titil minn á móti hans og taka þátt í WGC-Cadillac. Ég hlakka til að sjá breytingarnar á Doral.“ 

Þetta er engu að síður í fyrsta sinn sem Tiger hefir sleppt því að taka þátt í heimsmótinu í holukeppni þegar hann er ómeiddur og mótið fer fram í Bandaríkjunum.

Þetta þýðir að í mótinu verða hvorki Tiger né Phil og ekki heldur Adam Scott en þetta er 3 bestu kylfingar heims.