Tiger hjálpar Vonn
Lindsey Vonn, kærasta Tiger hefir átt í margvíslegum meiðslum frá því í febrúar 2013, sem hafa nú komið í veg fyrir að hún geti tekið þátt í Ólympíuleikunum í Sochi, Rússlandi, sem settir voru í dag. Hún leitar stuðnings í sambandi sínu við Tiger. Vonn gekkst m.a. undir aðgerð á hné sínum s.l. nóvember og hefir nú verið í endurhæfingu í meira og minna 1 ár. „Hann hefir hjálpað mér að vera þolinmóð í endurhæfingunni“ sagði Vonn um kærastann Woods í febrúar hefti SELF magazine. „Hann hjálpaði mér að taka einn dag í einu.“ Woods og Vonn hafa verið saman frá því snemma árs 2013, eftir að hún skildi Lesa meira
ALPG&LET: Webb hlaut frávísun
Áttfaldur sigurvegari RACV mótsins og sú sem átti titil að verja í Volvik RACV Ladies Masters í Ástralíu, Karrie Webb var vísað úr mótinu fyrir að skrifa undir rangt skorkort. Webb skrifaði undir annan hringinn upp á 1 yfir pari, 74 högg og hefði með því komist í gegnum niðurskurð. Hún hafði þó að fyrra bragði samband við dómara og sagðist hafa skrifað undir par á 12. braut þegar hún ætti að hafa skrifað skolla á sig. Framkvæmdastjóri LET, Fraser Munro sagði: „Það var algerlega ljóst að hún skrifaði undir rangt skorkort. Hún var augljóslega vonsvikin.“ …. en Webb hlaut frávísun úr mótinu. „Hún verður að ganga úr skugga um Lesa meira
Evróputúrinn: Lee og Molinari leiða í hálfleik á Joburg Open
Það eru Edoardo Molinari og Craig Lee sem leiða á Joburg Open, sem fram fer í Royal Johannesburg & Kennsington golfklúbbnum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þegar mótið er hálfnað. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 132 höggum; Molinari (64 68) og Lee (65 67). Englendingurinn David Horsey og heimamaðurinn George Coetzee deila 3. sætinu einu höggi á eftir forystumönnunum. Sex kylfingar deila 5. sætinu þ.á.m. Finninn Roope Kakko og Skotinn Alastair Forsyth. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði að þessu sinni voru Robert Rock og Richard Sterne. Til að sjá stöðuna eftir 2. dag á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Hjörtur Ólafsson- 7. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Hjörtur Ólafsson. Ólafur Hjörtur er fæddur 7. febrúar 1979 og því 35 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Ólafur Hjörtur í sambúð með Elvu Rósu Helgadóttur. Komast má á facebook síðu afmælisbarnsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ólafur Hjörtur Ólafsson 35 ára (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (32 ára); Holly Clyburn, 7. febrúar 1991 (23 ára) ….. og ….. Alda Demusdóttir (66 ára) Anna Björnsdottir Bjarni Kristjánsson (34 ára) Geir Kristinn Aðalsteinsson (39 ára) Júlíana Guðmundsdóttir (44 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Furyk vaknar af vetrardvala
Jim Furyk hefir næstum ekkert verið við keppni á golfmótum s.l. 4 mánuði. Ekki að hann hafi orðið fyrir slysi eða verið meiddur. Furyk hefir verið að tala um það sl. nokkur ár að hann ætli að minnka við sig þ.e. draga úr þátttöku í golfmótum. Síðasta alvöru golfmót sem hann tók þátt í var á East Lake í Tour Championship, 22. september s.l. Furyk ákvað að taka ekki þátt í HSBC Champions í Shanghai.Hann hætti við þátttöku McGladrey Classic af persónulegum ástæðum (eitthvað kom upp í fjölskyldu hans) en hann dustaði rykið af kylfunum sínum til að taka þátt í World Challenge móti Tiger og það hefir verið eina mótið Lesa meira
ALPG&LET: Cheyenne Woods og Stacy Lee Bregman efstar eftir 2. dag Volvik RACV Ladies Masters
Frænka Tiger Woods og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest, Cheyenne Woods deilir efsta sætinu á Volvik RACV Ladies Masters, ásamt Stace Lee Bregman frá Suður-Afríku, eftir 2. dag mótsins. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 10 undir pari, 136 höggum (69 67). Í 3. sæti hin enska Trish Johnson á samtals 9 undir pari og í 4. sæti eru Camilla Lennarth frá Svíþjóð, á 8 undir pari. Charley Hull og Katie Burnett deila sér síðan 5. sætinu, 3 höggum á eftir forystukonunum á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Volvik RACV Ladies Masters eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:
GVS: Stjórnin endurkjörin á aðalfundi
Aðalfundur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldinn mánudaginn 27. janúar. Á dagskrá voru venjuleg aðlfundarstörf. Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum fyrir árið 2014. Æfingaboltar og golfkennsla verða áfram innifalin í árgjaldinu. Aðalfundur veitti stjórn heimild til þess að hefja framkvæmdir við áhalda- og æfingaaðstöðu. Sitjandi stjórn gaf áfram kost á sér fyrir utan Jón Mar Guðmundsson og eru honum þökkuð vel unnin störf. Nýir aðilar í stjórn voru kosnir þeir Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Sigurður J. Hallbjörnsson. Ársreikningur félagsins 2013 ber nokkurn keim af blautu sumri 2013. Tekjur á milli ára lækka um 7% sem verður samt að teljast nokkuð góður árangur, miðað við það að félags- og vallargjöld lækkuðu um 11,3%. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alastair Kent —— 6. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Alastair Kent. Alastair er fæddur í Saddleworth í Englandi 6. febrúar 1970 og á því 44 ára afmæli í dag (Innilega til hamingju!!!) Alastair býr á Íslandi og er félagi í GR og þar að auki Elítunni, 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga innan GR sem hafa að markmiði að spila golf og hafa gaman. Golf 1 tók nýlega viðtal við Alastair, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Braid, (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950); Benn Barham, 6. febrúar 1976 (32 ára); Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (35 ára); spilar í LPGA; Chris Lloyd, 6. Lesa meira
GR: Svanhildur efst eftir 4. púttmót GR-kvenna
Nú er 4. púttmóti GR-kvenna lokið en alls eru mótin 8. Alls hafa 147 konur tekið þátt í púttmótaröðinni og 63 tekið þátt í öllum 4 mótunum. Kvennanefnd GR sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Spennan í púttmótaröð GR kvenna er að verða óbærileg. Aðeins munar einu stigi á þeim Svanhildi Sigurðardóttur og Sigríði M Kristjánsdóttur en þær hafa skipst á að halda forrystunni síðustu tvær vikurnar. Nú þegar mótaröðin er hálfnuð leiðir Svanhildur með einu stigi, skaust upp fyrir Sigríði í kvöld. Marólína Erlendsdóttir er jöfn Sigríði að stigum og í humáttina á eftir þeim raða aðrar GR konur sér á flottu skori. Það er mjótt á munum og allt Lesa meira
GK: Þórdís á toppnum
Miðvikudaginn 29. janúar fór fram 3. púttmót Keiliskvenna. Alls hafa 16 konur lokið þremur hringjum og skipast svona í sæti: 1. sæti Þórdís Geirs 86 pútt 2. sæti Ólöf Baldurs 94 pútt 3. sæti Lovísa Hermanns 95 pútt 4.-7. sæti Anna Snædís, Birna, Guðrún Bjarna og Guðbjörg 97 pútt. Í gær fór 4. púttmót Keiliskvenna fram og verða úrslit birt um leið og þau liggja fyrir. Það er nóg eftir og enn ekkert of seint að byrja og reyna að verða púttmeistari Keiliskvenna! Kvennanefndin vill hvetja konur til að mæta en púttmótin eru kjörinn vettvangur fyrir Keilis-konur að hittast og nýliða til að kynnast sterku og góðu kvennastarfi Keilis!










