Hrafn Guðlaugsson, GSE and Faulkner. Photo: In Hrafns possession
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður og Faulkner urðu í 3. sæti á Coastal Geogia mótinu

Golflið Faulkner háskólans frá Alabama, þar sem Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK spila með,  varð í 3. sæti á  Coastal Georgia Winter Invitational, en liðið átti titil að verja.

Coastal Geogia Sea Island

Mótið fór fram á Sea Island í Georgia.

Liðið var á samtals 609 höggum aðeins 8 höggum á eftir sigurvegurnum í ár, gestgjöfunum Coastal Georgia.

Hrafn var á 3. besta skori liðsins á samtals 153 höggum (spilaðir voru 2 hringir) og Sigurður Gunnar á 4. besta skori liðsins aðeins 1 höggi á eftir Hrafni, þ.e. samtals 154 höggum.

Hrafn var aðeins 1 höggi á eftir þeim sem var á 2. besta skori liðsins og 5 höggum á eftir þeim besta í liðinu að þessu sinni.

Ernirnir (ens. The Eagles) en svo heitir golflið Faulkner háskóla munu næst spila á Warner University Invitational í Sebring, Flórída., 2. mars 2014.