Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 11:00

Trump kaupir Doonbeg

Donald Trump staðfesti kaup á  Doonbeg golfklúbbnum í Clare sýslu á Írlandi – en hann verður fyrst að borga um €1 milljón (u.þ.b. 160 milljónir íslenskra króna) til þess að laga skemmdir sem urðu á golfstaðnum í stormi sem þar geysaði fyrir skemmstu.

Lógó „Trump

Trump lógóið á Doonbeg verður það sama og í Skotlandi

Doonbeg fær nýtt nafn en heitir framvegis „Trump International Golf Links, Ireland“
Í fréttatilkynningu frá Trump sagði m.a.: „ Ég er ánægður að tilkynna að við höfum fest kaup á enn öðrum ótrúlega golfstaðnum.“

„Allt frá Trump National Doral, í Miami til Trump International Golf Links, í Skotlandi, sem er betur þekktur sem  „besti golfvöllur í heiminum,“ þá sést að við bjóðum aðeins upp á það besta.“

„Doonbeg er nú þegar frábær eign sem við munum gera enn betri – það verður fljótlega einn af óviðjafnanlegum golfstaða áfangastöðum, þar sem boðið er upp á hæsta lúxus.“ sagði Trump m.a.