Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Lárus Harðarson – 12. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Lárus Harðarson. Hjörtur Lárus er fæddur 12.febrúar 1951 og er því 63 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hjörtur á 3 dætur: Steinunni Ólöfu, Erlu Björk og Hjördísi Láru.

Hjörtur er margfaldur afi m.a. afi  núverandi Íslandsmeistara í höggleik drengja 2013 og Íslandsmeistara í höggleik í strákaflokki 2012,  Hennings Darra Þórðarsonar.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið

Hjörtur Lárus Harðarson (63 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (61 árs); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (36 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (32 ára) ….. og…..

 
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is