
Rory varði biðtíma á flugvellinum í Dubai með því að svara spurningum áhangenda á Twitter
Tvöfaldi risamótsmeistarinn Rory McIlroy veitti einstaka innsýn í einkalíf sitt og hvað sér líkar og mislíkar.
Þegar hann var á heimleið frá Dubai lenti hann í bið á flugvellinum og fór að svara spurningum sem einhverjir af 1,8 milljónum fylgjendum hans lögðu fyrir hann.
Hérna kemur hvernig þetta byrjaði allt:

Mynd Rory af 1. klassa „skrifstofu“ sinni hjá Emirates flugfélaginu þar sem hann skiptist á tvítum við aðdáendur sína
Rory Mcilroy @McIlroyRory: Fluginu frestað… Tökum smá Q&A (ens. stutt fyrir spurtog svarað) áður en ég fer um borð og ég reyni að svara eins mörgum spurningum og ég get.
Og eftir að þetta sló í gegn lofaði Rory meiru:
@McIlroyRory Ég er kominn um borð nú! Takk fyrir allar spurningarnar! Ég reyndi að svara eins mörgum og ég gat! Endurtökum leikinn fljótt aftur!
Karl MacGinty hjá Irish Independent tók eftir þessu og skrifaði nokkrar spurningarnar (þær sem hér fara á eftir) niður og auðvitað svör Rory:
Sp: @emily_runs: Hvert er uppáhaldsmótið sem þú hefir spilað í?”
Sp: @nkeysers3: er þér alvara með þessari trúlofun? Því ef ekki þá er ég laus og liðug!
Svar: @McIlroyRory: Haha. Jú, mér er alvara með henni!
Sp.: JCraw4991: Hvort ykkar myndi sigra í 100m spretthlaupi? Þú eða CaroWozniacki?
Svar: @McIlroyRory: Ég en hún myndi rótbursta mig í einhverju þar sem þyrfti meira úthald.
Sp: @jameshunt96: Hverjar eru uppáhalds kvikmyndir þínar?
Svar: @McIlroyRory: Batman Dark Knight, Superbad, Old School, Anchorman.
Sp: @whodeani12: Hverjir eru uppáhalds sjónvarpsþættir þínir?
Svar: @McIlroyRory: Scandal og Breaking Bad.
Sp: @min19991: Við hvern ætti United að semja í sumar?
Svar: @McIlroyRory: Sir Alex?
Sp. @realbuckles10: Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn?
Svar. @McIlroyRory: D-Wade.
Sp: @andrewhitch10: Seahawks eða Broncos?
Sp: @adam mates: Í hvaða öðrum íþróttum ertu?
Svar: @McIlroyRory: Tennis (miðlungs), fótbolta (miðlungs).
Sp. @xSilentStormx: Hversu oft ferðu í ræktina?
Svar. @McIlroyRory: Ég reyni að fara svona 5-6 sinnum í viku.
Sp. @gavo_1980: Ef þú mættir velja þér risamót til að sigra á í ár hvert myndi það vera?
Svar. @McIlroyRory; Hvert þeirra sem er!!!
Sp. @Ro_Fril: Hvenær kemur þú aftur til Írlands og spilar hér?
Svar. @McIlroyRory: Á Irish Open á Fota eyju.
Sp. @AnnArbor: Hvað ætlarðu að einbeita þér að í Abu Dhabi?”
Svar. @McIlroyRory: Að hitta fleiri brautir og setja ofan í fleiri 3-5 metra pútt.
Sp. @PatsyMalone: Hvort ætti ég að verja meiri pening í golfkylfur eða gofltíma?
Svar. @McIlroyRory: Golftíma.
Sp. @jhaste76: Hvert er aðalatriðið þegar þú slærð með trjánum þínum?
Svar. @McIlroyRory: Að halda hæð og réttu horni.
Sp. @Paul HobartGolf: Um hvað hugsarðu þegar þú púttar best?
Svar. @McIlroyRory: Ekkert! Ég reyni að sjá fyrir mér að púttið detti og slæ.
Sp. @EimearHeal57: Ertu með ráð fyrir rauðhærða til þess að ná sér í konu? @dunzibar myndi virkilega kunna að meta það!?”
Svar. @McIlroyRory: Lita hárið!?
Sp. @labu1004: Líkar þér við Roger Federer?
Svar. @McIlroyRory: Gæinn er goðsögn!!
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022