Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 05:45

Hver er tölfræðilega séð besti púttarinn yfir allar mótaraðir s.l. 5 ár?

Svarið er að það er enginn hvort heldur er meðal leikmanna á Evrópumótaröðinni, PGA, Asíutúrnum eða Web Tour, sem er betri en LPGA leikmaðurinn Inbee Park.  Inbee Park var nr.1 í púttum á flöt á tilskyldum höggafjölda (ens. Putts Per Green in Regulation, skammst. GIR) á LPGA Tour árin 2013,2012, 2009, 2008.  Hér er tölfræðin hennar

2013=1.727 pútt per GIR
2012=1.720
2009=1.750
2008=1.74

Meðaltal pútta á hring: 

2013=29.05
2012=28.34
2011=29.17
2010=29.1
2009=28.36
2008=27.68

Golfgoðsagnirnar Jack Nicklaus og Gary Player hafa sagt að ef þeir væru að byrja í golfi í dag myndu þeir pútta með vinstri hendina fyrir neðan þá hægri vegna þess að þá væru axlirnar samhliða eða í mun jafnari og beinni línu við jörðina (ens. the shoulders remain level with the ground).  Þetta er það sem á ensku nefnist að pútta „cack handed.“ Sjá kennslumyndskeið um það að pútta „cack handed“ þ.e. með vinstri hendina fyrir neðan þá hægri með því að SMELLA HÉR:

Er Inbee Park virkilega besti púttari heims?