Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 08:00

Sjálfstraust lykillinn að velgengni Jimmy Walker

Það eru fáir kylfingar jafn „heitir“ í dag og PGA Tour kylfingurinn Jimmy Walker, eftir að hafa sigrað 3 sinnum það sem af er af keppnistímabili mótaraðarinnar.  En hvað veldur því að Walker er allt í einu að blómstra nú?

Butch Harmon þjálfari hans breytti ekki sveiflu Jimmy í þessari glæsiröð 3 sigra.

Það sem hann breytti meira en nokkru öðru er hvernig Jimmy Walker hugsar.

Hann gerði hann að náunga sem er erfiður viðfangs (ens. badass)

Butch segir við Jimmy „Þú ert erfiður viðfangs!“ segir Erin Walker, eiginkona Jimmy.  Butch segir við hann „Þú ert maðurinn!“ Butch segir þetta við hann öllum stundum.

„Þegar maður heyrir það frá besta þjálfara sem nokkru sinni hefir verið meðal vor að maður sé erfiður viðfangs, þá verður maður að trúa því. Ég hugsa að það sé þaðan sem sjálfstraustið kemur.“

Allt í lagi ef þið þekkið Walker þá vitið þið að hann er ekki „Vitið þið hvað…“ náungi í hefðbundnum skilningi. Harmon er aðeins að fá Walker til að trúa hluti um sjálfa sig sem hann trúði aldrei áður ár. Samvinna Walker við Harmon er stærsti þátturinn í því að hinn 35 ára Walker er skyndilega orðinn styrkleikinn uppmálaður á PGA Tour. Harmon er ástæða þess að Walker tíar upp nú í dag á móti vikunnar á PGA, Northern Trust Open, til þess hugsanlega að sigra í 4 sinn á þessu 2013-2014 keppnistímabili.

Það er það sem nánasti trúnaðarmaður Jimmy, eiginkona hans Erin, telur.

„Hvað sé öðruvísi nú?“ spyr Erin.  „Það hlýtur að vera Butch Harmon. Hann er ástæðan.  Butch þurfti ekkert að breyta miklu í sveiflu Jimmy. Hann var með góðan grunn frá eldri þjálfara sínum. Ég held að það sé bara sjálfstraustið sem Jimmy fær af því að vera hluti af þeim leikmönnum sem Butch þjálfar, af því að geta hringt í Butch Harmon hvenær sem hann vill og að hafa Butch Harmon með sér á æfingasvæðinu. Þetta er í raun eini munurinn á Jimmy nú og fyrir 3 árum.“

Walker segist frá mikið af beinskeyttum leiðbeiningum frá Harmon.

„Hann sendir mér hvatningartexta,“ segir Walker. „Hann er náungi sem kemur sér að efninu. Mér líkar það við hann. Hann segir að þetta snúist allt um að sigra.“

Walker var mjög hæfileikaríkur kylfingur þegar hann útskrifaðist frá Baylor. Hann vann tvisvar á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) árið 2004, en þá varð hann efstur á peningalistanum og vann titilinn leikmaður ársins. Hann barðist síðan við eymsli í háls og hnakka og náði ekki að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðir, en mörgum fannst sveifla hans og leikur gefa fyrirheit um frábæran feril.

Árið 2012 fór Walker til Harmon og bað hann um hjálp. Þetta fyrsta ár gat Harmon ekki tekið hann í hóp þeirra 4 sem hann þjálfaði. Harmon sagði við Walker að hann myndi vinna með honum í skóla hans í Las Vegas en hann gæti ekki starfað með Walker í mótum.

Eftir skemmri tíma en ár og eftir að hafa fylgst með hæfileikum Walker þá ákvað Harmon að taka Walker undir verndarvæng sinn, sem fullgildan skjólstæðing sinn, einn af 4 snemma að vori 2013.  Þegar litið er til þess að Harmon er golfkennari nr. 1 í heiminum þá þótti furðulegt að hann væri að taka að sér kylfing, sem farinn var að eldast og var þar að auki sigurlaus.

Hvað sá Harmon eiginlega í honum?

„Ég sá gríðarlega hæfileika,“ sagði Harmon. „En ég var ekki viss um að hann tryði því hversu góður hann væri.“

Þannig að Harmon fór að vinna í fleiru en bara sveiflu Walker.

„Það sem Jimmy þarfnaðist var að trúa á sjálfan sig meira en nokkuð annað,“ sagði Harmon. „Við unnum í sveiflu hans, en það var mikilvægt að fá hann til að trúa því hversu góður hann væri í rauninni.“

Harmon fékk Walker til að trúa því að hann gæti verið öðrum erfiður keppinautur.

„Við erum ekki að drekka neina töfradrykki,“ sagði Erin. „Jimmy hefir bara sjálfstraust og maður nær langt á sjálfstrausti. Honum finnst hann eiga sigurinn skilið. Það gerir undraverða hluti fyrir golfið þitt og sjálfstraustið.“

Harmon blandar saman hörku og því að slá á bakið á nemanda sínum og hrósa . Og Walker geislaði eftir besta keppnistímabil ferils síns á PGA  (2012-2013) þar sem hann náði 28. sætinu á peningalistanum. En það var ekki nógu gott fyrir Harmon.

„Við unnum ekki,“ sagði Harmon þurrlega við Walker. „Það er það sem við viljum. það er ástæðan fyrir að við spilum golf. Það snýst allt um að sigra.“

Walker fór út og sigraði í fyrsta mótinu sem hann tók þátt í á 2013-2014 keppnistímabilinu.

„Það verður að vita hvenær eigi að sparka í rassgatið á náunga og hvenær á að faðma hann,“ sagði Harmon. „Maður verður að vita hvenær á að gefa náunga rými sem hann þarfnast og hvenær eigi að fá hann til að hlægja. Ég kem öðruvísi fram við alla kylfinga. Jimmy varð bara að trúa á sjálfan sig meira en nokkuð annað.“

Og þessa daganna er Jimmy Walker uppfullur af sjálfstrausti þannig að það beinlínis geislar af honum!