Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 08:00

PGA: McGirt í forystu á Riviera fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn William McGirt, sem leiðir eftir 3. dag á Riviera í Kaliforníu, þar sem Northern Trust mótið fer fram.

Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi  (69 67 65).

Á hæla hans koma landar hans George McNeil  og  Charlie Beljan, tveimur höggum á eftir, hvor.

Í 4. sæti eru Jason Alred og Brian Harman, á samtals 9 undir pari, hvor eða 3 höggum á eftir McGirt.

Allt eru þetta fremur óþekkt nöfn í 5 efstu sætunum. Það er ekki fyrr en í 6.-12..sæti sem sjást þekktari nöfn á við Jordan Spieth, Dustin Johnson, Bubba Watson, Cameron Tringale, Charl Schwartzel,  Jimmy Walker, og forystumanninn í hálfleik Sang-Moon Bae en þeir eru allir á 8 undir pari, hver – 4 höggum á etir McGirt.

Það stefnir í spennandi lokahring á Northern Trust mótinu í kvöld, en enginn er búinn að hafa afgerandi forystu alla mótsdaganna og því undir hælinn lagt hver stendur uppi sem sigurvegari – þó líklegast sé að það einn af ofangreindu 12 kylfingum en þar af eru bandarískir kylfingar í 10 efstu sætunum og því eina raunhæfa spáin að það verði bandarískur kylfingur sem standi uppi sem sigurvegari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Northern Trust SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: