Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 09:00

LPGA: Karrie Webb sigraði á Women´s Australia Open

Það var heimakonan, ástralska golfdrottningin Karrie Webb sem sigraði á ISPS Handa Women´s Australia Open.

Hún lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (71 69 68 68).

Karrie er fædd í Ayr í Queensland, Ástralíu, en býr í dag á Boynton Beach í Flórída.  Hún er fædd 21. desember 1974 og var því 39 ára 1 mánaða og 25 daga gömul þegar hún sigraði í mótinu, gegn sér meira en helmingi yngri keppendum á stundum.

Karrie gerðist atvinnumaður í golfi 1994 og er því búin að vera að í 20 ár.

Þetta er 40. sigur henna á LPGA og fyrsti sigur hennar frá því í ShopRite mótinu 2013.  Fyrir sigurinn hlaut Karrie $ 180.000,- (eða u.þ.b. 20 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti á ISPS Handa Women´s Australia Open varð Chella Choi frá Suður-Kóreu sem setti svo glæsilegt vallarmet á 3. hring.  Hún varð 1 ergilegu höggi á eftir Karrie, lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (70 71 62 74) en átti sultuslakan lokahring upp á 74 högg, sem kostaði hana sigurinn.

Þriðja sætinu deildu 3 góðar: bleiki pardusinn, nýtrúlofaði Paula Creamer, evrópska Solheim Cup stjarnan franska, Karine Icher og 16 ára nýliðinn á LPGA, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi. Þær léku allar á samtals 10 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR: