Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 15:20

Evróputúrinn: Grillo í forystu fyrir lokahring Africa Open

Það er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo, sem leiðir eftir 3. dag Africa Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sólskinstúrnum að þessu sinni.

Grillo átti stórglæsilegan hring í dag upp á 62 högg, þar sem hann fékk

Samtals er Grillo búinn að spila á 20 undir pari, 193 höggum (68 63 62).

Tveimur höggum á eftir Grillo í 2. sæti er Englendingurinn Oliver Fisher á samtals 18 undir pari, 195 höggum (66 63 66) og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Thomas Aiken frá Suður-Afríku, Englendingurinn Richard Bland og Bandaríkjamaðurinn John Hahn, allir á 16 undir pari, 4 höggum á eftir Grillo.

Til þess að sjá stöðuna á Africa Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Africa Open SMELLIÐ HÉR: