Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 12:30

Tvífari Tiger ákærður

Hinn Harvardmenntaði Canh Oxelson, 42 ára er einn þekktasti tvífari Tiger Woods og meðan Tiger var á hátindi ferils síns og reyndar allan s.l. áratug tók Oxelson allt að $ 3000 (eða u.þ.b. 400.000 íslenskra króna) fyrir að troða upp á ýmsum golfmótum eða öðrum golfsamkundum, sem tvífari Tigers.

Canh Oxelson í hlutverki Tiger

Canh Oxelson í hlutverki Tiger

Nú hefir Oxelson verið ákærður fyrir hótun um að senda nektarmyndir af fyrrum kærustu sinni til vinnuveitenda hennar.

Fyrrum kærasta Canh, Minochy Delanoi, 28 ára, sem er  hjúkrunarfræðingur við Langone Medical Center við New York háskóla fékk hótunar-sms frá Canh 3. febrúar s.l. með nektarmyndum af henni í viðhengi, eftir að hún batt enda á 6 mánaða samband þeirra.

Þar sagði Canh m.a.: „Gangi þér vel lúserinn þinn“ og „Get ekki beðið eftir að fólk sjái þessa“

Athæfi Canh þykir alvarlegt í ljósi þess að hann starfaði (þar til fyrir skemmstu) við elítu-háskólann Horace Mann (frá árinu 2011)  við að aðstoða nýliða skólans (og þar áður í svipuðu starfi hjá Pennsylvaníu háskóla), en þar sem framangreint hátterni þótti ekki hæfa manni, sem starfar með ungmennum var tvífari Tiger rekinn.

Ævi Canh Oxelson er ansi skrautleg. Hann var m.a. sundmeistari á yngri árum og árið 1975 var hann meðal 57 munaðarleysingja sem var flogið með frá Saigon til Bandaríkjanna (í nokkru sem nefndist „Operation Baby-lift) áður en Vietnam féll í hendur kommúnistum.

Sjá má grein um tvífara Tiger,  Canh Oxelson í skólablaði Horace Mann með því að  SMELLA HÉR: