Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 09:55

Tiger áhyggjulaus þó árið byrji illa

Árið hefir ekkert byrjað neitt sérlega glæsilega hjá Tiger; hann komst ekki í gegnum 2. niðurskurðinn á Torrey Pines eftir að hann var á 79 höggum á laugardeginum, en á Torrey Pines hefir hann sigrað 8 sinnum á ferlinum.  Og síðan varð hann bara í 41. sæti í Dubai, þar sem hann hefir sigrað tvisvar og aldrei verið neðar en í 20. sæti.  

Tiger tjáði sig nú nýlega um þessa arfaslöku byrjun á árinu: „Ég tók mér mikið frí í vetur til þess að undirbúa tímabilið sem verður langt. Það tók mig 3 hringi í San Diego og 3 hringi í Dubai þar til ég fór í gang.“

„Ég er ekki vanur að byrja svona. En ég hef einfaldlega ekki haft þann tíma til æfinga, sem ég er vanur að hafa.“

„Ég vissi að ég myndi hrökkva í gang. Því miður tók það mig 6 hringi áður en það gerðist.“

Tiger sagði að það væri „engin þörf“ á að vera pirraður. „Ég verð bara að byggja ofan á það sem ég hef frá degi til dags. Það voru nokkrir dagar þar sem ég var ekki með það en ég hef snúið því við.“

Tiger mun ekki keppa á heimsmótinu í holukeppni (ens. WGC-Accenture Match Play) og snýr ekki aftur til keppni fyrr en á Honda Classic mótinu, sem er nálægt heimili hans í Flórída.  Síðan mun hann spila á WGC-Cadillac í Doral og síðan á Arnold Palmer Invitational í Bay Hill.

Darren Clarke withdrew from the Northern Trust Open after his first-round 78 at Riviera with a recurrence of the chest muscle injury which