Eisenhower tréð á Augusta National fellt
Í áratugi hefir Eisenhower tréð, betur þekkt sem tré Ikes verið eitt af kennileitum við 17. braut (Nandínu) á Augusta National, á Masters risamótinu á vori hverju. Nú fyrr í mánuðnum gekk gríðarlegur snjóstormur yfir Georgíu-ríki í Bandaríkjunum og eyðilagði þetta fallega furutré, en Eisenhower tréð var ekki eikartré s.s. margir ruglast á heldur fura (lat.: Pinus taeda, á ensku þekkt sem loblolly pine). Í viðtali við The Augusta Chronicle sagði framkvæmdastjóri Augusta National og Masters, Billy Payne: „Það er erfitt að sætta sig við missi Eisenhower trésins. Við fengum skoðanir bestu trjásérfræðinga og því miður var niðurstaða þeirra að ekki væri hægt að laga skemmdirnar. Við höfum þegar farið að velta Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Bubba Watson?
Hver er eiginlega Gerry „Bubba“ Watson? Hann varð frægur eftir frækinn sigur á Masters risamótinu 2012 og í gær sigraði hann í fyrsta skipti í 2 ár aftur á PGA Tour, þegar hann vann Northern Trust Open á Riviera í Kaliforníu. En hér fer allt nánar um Bubba…. Bubba fæddist 5. nóvember 1978, í Bagdad, Flórída og er því 33 ára. Hann er 1,91 m á hæð og 82 kg. Hann spilar á PGA túrnum og er þekktur fyrir að vera einn af örvhentu kylfingum túrsins og eins er hann þekktur fyrir einstaka högglengd sína. Hann var t.a.m. högglengsti kylfingur PGA Tour 2007 og var meðaldrævlengd hans 315.2 yardar (þ.e. 288 metrar). Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Skor Guðrúnar Brá taldi í fyrsta móti hennar í bandaríska háskólagolfinu!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State léku nú um helgina á gríðarsterku háskólamóti: Peg Barnard Invitational á golfvelli Stanford háskóla, í Kaliforníu. Þetta var fysta mót Guðrúnar Brá í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur voru 75 frá 14 háskólum og mótið stóð dagana 15.-16. febrúar og lauk því í gær. Skor Guðrúnar Brá var óvenjuhátt eða samtals 14 yfir pari, 156 högg (80 76), en eins og sést bætti Guðrún Brá sig um 4 högg milli hringja! Hún varð T-53 þ.e. deildi 53. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Sú sem varð í efsta sæti, Dana Finkelstein frá UNVL lék á 5 undir pari, 137 höggum (69 68). Það Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór, Berglind og Ragnar Már hefja leik í dag
Andri Þór Björnsson, GR, Ragnar Már Garðarsson, GKG og klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir hefja leik í dag í bandaríska háskólagolfinu. Andri Þór og félagar í Nicholls State annars vegar og Ragnar Már og félagar í McNeese hins vegar, hefja leik í Rice Intercollegiate mótinu á Westwood golfvellinum í Houston Texas. Andri Már fer út frá 16. teig kl. 8:00 að staðartíma (kl. 14 að okkar tíma hér heima á Íslandi) og Ragnar Már fer út á sama tíma (Shotgun start) en af 2. teig. Fylgjast má með gengi Andra Þór og Ragnars Más og félaga með því að SMELLA HÉR: Berglind Björnsdóttir hefur leik ásamt kvennagolfliði UNCG í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ingunn lauk keppni í 45. sæti á Seminole Match Up
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman háskóla tóku nú um helgina þátt í Seminole Match Up, sem fram fór á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Mótið stóð dagana 14.-16. febrúar og voru þátttakendur eru 60 frá 11 háskólum. Ingunn tók bara þátt í einstaklingskeppninni. Hún lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (78 77 79). Ef Ingunn tæki þátt í liðakeppninni væri hún á 4. besta skori liðs Furman, en skor hennar er mun betra en þeirra sem keppa f.h. Furman og eru í 4. og 5. sæti og væri lið Furman því ofar á skortöflunni hefði Ingunn keppt fyrir skólann, en Furman lauk keppni T-7. Til þess Lesa meira
GL: Einar Lyng ráðinn íþróttastjóri
Einar Lyng Hjaltason hefir verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun barna- og unglinga hjá GL og vera golfkennari GL. Einar Lyng starfaði síðast sem íþróttastjóri og golfkennari hjá Golfklúbbnum Kili, Mosfellsbæ. Hann tekur við starfinu af Karli Ómari Karlssyni. Í fréttatilkynningu frá Leyni kemur eftirfarandi fram: Einar Lyng er PGA menntaður kennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi en hann lauk golfkennaranámi árið 2009. Einar hefur samhliða golfkennslu verið fararstjóri á Spáni allt frá árinu 1999. Æfingar barna- og unglinga munu hefjast innan skamms hjá Einari og verður send út tilkynning síðar í vikunni vegna þess. Stjórn GL bindur miklar vonir Lesa meira
PGA: Bubba sigraði á Northern Trust – Hápunktar og högg 4. dags
Það var Masters risamótsmeistarinn (2012) Bubba Watson sem stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open, sem fram fór á Riviera í Pacific Palisades í Kaliforníu. Bubba lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (70 71 64 64). Í 2. sæti var Dustin Johnson 2 höggum á eftir Watson á samtals 13 undir pari, 271 höggi (66 70 69 66). Jason Alred og Brian Harman (báðir á 12 undir pari, hvor) deildu 3. sæti og enn einn Masters sigurvegarinn (2011) Charl Schwartzel var einn í 5. sæti á 11 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta loka/4. dags Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Marlene Hagge —– 16. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Marlene Hagge. Marlene er fædd 16. febrúar 1934 og á því 80 ára stórafmæli í dag. Marlene er sú yngsta af 13 stofnendum LPGA árið 1950. Eldri systir hennar Alice Bauer var líka ein af þessum 13 stofnendum LPGA. Hagge vann alls 26 sinnum á LPGA þ.á.m. í einu risamóti LPGA Championship árið 1956. Hagge er frægðarhallarkylfingur. Marlene giftist Bob Hagge, fyrrum eiginmanni Alice, systur sinnar, árið 1955. Þau skildu árið 1964. Hagge giftist síðan að nýju fyrrum PGA Tour leikmanninum Ernie Vossler árið 1995 og þau voru saman þar til Ernie dó fyrir ári síðan upp á dag, þ.e. 16. febrúar 2013. Þau bjuggu í La Quinta, Kaliforníu, Lesa meira
Champions Tour: Triplett og Langer leiða e. 2. dag ACE Group Classic mótsins
Það eru þeir Bernard Langer og Kirk Triplett sem leiða eftir 2. dag Champions Tour, öldungamótaröð PGA. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum; Langer (64 70) og Triplett (67 67). Þriðja sætinu deila Bandaríkjamennirnir Olin Brown og Duffy Waldorf, báðir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum. Í 5. sætinu eru svo Bob Tway og Colin Montgomerie á samtals 7 undir pari, hvor. Champions Tour leikmaðurinn Hal Sutton, 55 ára, sem dró sig úr ACE mótinu eftir 1. hring fékk vægt hjartaáfall. Hann sagðist hafa farið í aðgerð og að sér liði mun betur á eftir. Það er vonandi að Sutton snúi sem fyrst Lesa meira
Evróputúrinn: Thomas Aiken sigraði á Africa Open
Það var heimamaðurinn Thomas Aiken sem sigraði á Africa Open, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sólskinstúrnum að þessu sinni. Samtals spilaði Aiken á 20 undir pari, 264 höggum (66 65 66 67) líkt og landi hans Oliver Fisher (66 63 66 69) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Aiken hafði betur. Fyrir sigurinn fékk Aiken € 158.500 (u.þ.b. 25 milljónir íslenskra króna), sem þykir ekki hátt verðlaunafé á karlamótaröð, sem skýrir dræma þátttöku „þekktari nafna“ í mótinu. Þriðja sætinu deildu Bandaríkjamaðurinn John Hahn og Englendingurinn David Horsey, báðir aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum. Fimmta sætinu deildu síðan 4 kylfingar, tveimur höggum á eftir sigurvegaranum: Lesa meira










