Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 21:00

Tiger með Vonn á snekkjunni Privacy eftir slæma gengið á WGC Cadillac Championship

Tiger Woods fór um borð í snekkju sína Privacy með kærustu sinni Lindsey Vonn eftir slæmt gengi hans á WGC Cadillac Championship, á sunnudagskvöldið, á Miami Beach. Vonn hefir oft áður komið um borð í snekkjuna, en þangað hefir Tiger oft leitað afslöppunar og friðar eftir ýmislegt sem á hefir gengið í lífinu. Snekkjan kostaði $ 57 milljónir og var  brúðkaupsgjöf hans til fyrrum eiginkonu sinnar, Elínar Nordegren.  Tiger hélt henni (snekkjunni) þó í skilnaðinum. Lindsey var alla helgina á hliðarlínunni ásamt dóttur Tiger, Sam og horfðu þær á Tiger sem gekk alls ekki sem best en vel fór á með þeim Sam og Lindsey. Tiger lauk WGC Cadillac á einu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 20:30

Afmæliskylfingur dagsins: Taylor Leon ——- 10. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Taylor Leon. Taylor fæddist 10. mars 1987 og á þvi 27 ára afmæli í dag! Taylor var 2 ár í University of Georgia áður en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2007, en meðaltalsskor hennar var þá 6. lægsta skor kvenkylfinga í Bandaríkjunum (áhugamanna 72,48). Hún á að baki 2 sigra á LPGA Futures Tour, báða 2007 í CIGNA Golf Classic og Betty Puskar Golf Classic. Besta skorið hennar eru 65 högg. Taylor giftist 11. febrúar 2012, kærasta sínum, Brandon Coutu, sem leikur með Buffalo Bills í bandaríska fótboltanum. Giftingin hafði það m.a. í för með sér að vinkona Taylor, Paula Creamer tók ekki þátt í ISPS Handa Women´s Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 20:15

Bandaríska háskólagolfið: Svart mót hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest tóku þátt í Darius Rucker háskólamótinu. Mótið stóð dagana 7.-9. mars 2014 og lauk í gær.   Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Leikið var á golfvelli Long Cove golfklúbbsins á Hilton Head Island í Suður-Karólínu. Ólafía Þórunn lék á samtals 242 höggum (85 79 78) og varð í 84. sæti í einstaklingskeppninni og á lakasta skori „Deacs“ skólaliðs Wake Forest og tald iþað ekki í 6. sætis árangur liðsins. Svart mót  þetta hjá Ólafíu Þórunni, sem hún vill eflaust gleyma sem fyrst! Næsta mót Wake Forest er í Greensboro 28. mars n.k. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 20:00

McGinley segir að ekki eigi að gagnrýna sjálfstraust Reed

Paul McGinley fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum sagði að ekki ætti að vera gagnrýninn á sjálfstraust  Patrick Reed (sem mörgum finnst jaðra við sjálfsánægju) sem sigraði á WGC Cadillac Championship í gær. Í viðtali eftir sigur sinn sagði hann m.a. að hann yrði harðast allra, hann sæji sig meðal 5 bestu í heimi og þar fram eftir götunum. Sjálfstraust væri nokkuð,  sem gott væri að hafa í golfi, sagði McGinley. Reed liði sem stendur vel með sjálfan sig og leik sinn og það væri bara gott. Svona væru Bandaríkjamenn bara oft, fullir sjálfstrausts. Hér má sjá álti McGinley um Reed tekið á myndband af Sky Sports SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Íris Katla hefja leik á Hilton Head Inv.

Klúbbmeistari GA 2013, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og „The Falcons“ golflið Pfeiffer háskóla og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens háskóla hefja leik í dag á Hilton Head Invitational í Suður-Karólínu. Enginn linkur finnst á mótið en Golf 1 verður með úrslit í mótinu um leið og þau liggja fyrir.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 10:55

Hver er kylfingurinn: Patrick Reed?

Bandaríski kylfingurinn, Partrick Reed rétt slapp inn og var einn af efstu 26 í síðasta lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og  hlaut í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Hinir sem deildu 22.-26. sætinu með honum (þ.e. lægsta sætinu) voru: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander og Chez Reevie. Síðan þá hefir Patrick Reed ekki gert endasleppt.  Hann sigraði strax 1. árið sitt sem nýliði á PGA Tour þ.e. á Wyndham Championship og síðan vann hann líka á Humana Challenge 19. janúar 2014. WGC Cadillac Championship er 2. mótið sem hann vinnur á PGA Tour árið 2014 og samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 10:30

GS hlaut háttvísibikar GSÍ á hálfrar aldar afmælinu – afmælisveislan vel sótt!!! – Myndasería

„Ef Golfsambandið ætti vinavelli væri Hólmsvöllur í Leiru svo sannarlega á meðal þeirra,“ var meðal þess sem forseti GSÍ sagði í ræðu sinni, en í gegnum tíðina hefur Hólmsvöllur í Leiru gjarnan verið vettvangur fyrir viðburði á vegum Golfsambandsins. Við þetta tækifæri afhenti Haukur Golfklúbbi Suðurnesja Háttvísibikar GSÍ en bikarinn verður í framtíðinni notaður til að verðlauna unga kylfinga í GS fyrir framúrskarandi íþróttamennsku. Það var mikill fjöldi sem sótti afmælisbarnið heim í gær og var stemmningin góð í skálanum. Þó nokkrir tóku til máls við tilefnið og óskuðu klúbbnum og félögum hans til hamingju með áfangann. Meðal ræðumanna voru sem bauð gesti velkomna, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Jóhann B. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 10:10

5 sæmdir gullmerki í glæsilegu 50 ára afmælishófi GS

Fimm núverandi og fyrrverandi félagar úr Golfklúbbi Suðurnesja voru sæmdir gullmerki GSÍ í dag á afmælishófi GS fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar. Það var Haukur Örn Birgisson, formaður Golfsambands Íslands, sem sæmdi félagana við þetta hátíðlega tilefni. Eftirtaldir hlutu þessi heiðursverðlaun: Gunnar Þórarinsson (fæddur árið 1949) Formaður Golfklúbbs Suðurnesja á árunum 2003–2008. Gunnar tók við formennsku árið 2003 en þá var fjárhagstaða klúbbsins afar slæm. Í formannstíð Gunnars tókst Golfklúbbnum að grynnka verulega á skuldabagga félagsins. Sigurður Garðarsson (fæddur árið 1961) Formaður Golfklúbbs Suðurnesja á árunum 2009–2013. Sigurður tók við formennsku árið 2009, skömmu eftir bankahrunið fræga. Erfiðir tímar biðu klúbbsins, en með þrautsegju og útsjónarsemi Sigurðar og meðstjórnenda hans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Magnús hefur leik í Louisiana Classics

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette, spila í 29. árlega móti Louisiana Classic. Mótið fer fram í Oakborne Country Club í Lafayette, Louisiana. Mótið stendur dagana 10.-11. mars 2014 og þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum. Haraldur Franklín fer út af 1. teig kl. 8 að staðartíma (kl. 13:00 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklíns SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 09:45

Hvað var í sigurpoka Patrick Reed á WGC Cadillac Championship?

Patrick Reed sigraði á WGC Cadillac Championship í gær, 9. mars 2014. Eftirfarandi var í sigurpokanum hjá honum: Dræver: Callaway Big Bertha Alpha (Fujikura Fuel Tour Spec 85x skaft), 9° (Sjá nýlega kynningu Golf 1 á þeim dræver með því að SMELLA HÉR:  3-tré: Callaway Big Bertha (Mitsubishi Rayon Ahina 80x skaft), 16° Járn (3-PW): Callaway X Forged (3-4; True Temper Dynamic Gold X100 sköft); Callaway RAZR X Muscleback (5-PW; True Temper Dynamic Gold X100 sköft Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 2 (50°, 56° og 60°; True Temper Dynamic Gold X100 sköft) Pútter: Odyssey Metal-X Milled #6 Bolti: Callaway SR-3