Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 09:30

Reed góður með sig á blaðamannafundi e. sigur á WGC Cadillac Championship

Mörgum þótti Patrick Reed heldur góður með sig á blaðamannafundi eftir sigur sinn á WGC Cadillac Championship. A.m.k. var hógværðinni ekki fyrir að fara hjá honum.  Viðtalið byrjar vel Reed þakkar „liði sínu“ eiginkonu (sem er oft kaddy hjá honum), Callaway og styrktaraðilum en er fljótt kominn í þann gírinn að hann hafi nú staðið sig vel á móti köppum á borð við Tiger, Jason Dufner og Hunter Mahan. Næsti fréttamaðurinn segir líka að sér virðist Reed hafa mikið sjálfstraust; hvaðan það komi?  Reed segist hafa mikið sjálfstraust í leik sínum, það stafi af mikilli vinnu hans. Síðan segir hann:  „Mér finnst ég vera sá leikmaður sem leggur harðast að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Chesson Hadley?

Chesson Tyler Hadley vann í gær sinn fyrsta sigur á PGA Tour, þegar hann sigraði á Puerto Rico Open. Chesson Hadley fæddist 5. júlí 1987 í Raleigh, Norður-Karólínu og er því 26 ára.  Hadley gerðist atvinnumaður í golfi árið 2010 en það ár kvæntist hann líka eiginkonu sinni, Amöndu en saman eiga þau soninn Hughes. Hadley spilaði golf með golfliði Georgia Tech þar sem hann var þrívegis All-American og vann síðan 2 mót árið 2012, þ.á.m. Atlantic Coast Conference championship. Hadley var í Palmer Cup liðinu árið 2008 Palmer Cup team. Fyrst eftir að Hadley gerðist atvinnumaður 2010 spilaði hann á Web.com Tour árið 2013 og vann fyrsta mótið sitt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 05:45

Dýr á golfvöllum: Iguana eðla réðst á bolta Andrew Loupe á Puerto Rico Open – Myndskeið

Græn iguana eðla réðst á golfbolta bandaríska kylfingsins Andrew Loupe á Puerto Rico Open. Sjá atvikið með því að SMELLA HÉR:  Atvikið hafði lítil áhrif á Loupe sem lauk lokahring sínum á 69 höggum og varð í 12. sæti í mótinu á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 70 65 69). Golf 1 hefir þegar kynnt Iguana eðlur lítillega, sem sjást af og til á golfvöllum í  Suður-Flórída og Suður-Ameríku – sjá með því að SMELLA HÉR:  Þess mætti geta að þessar eðlur eru oft haldnar sem gæludýr, vegna þess m.a. hversu litskrúðugar þær eru, en allt viðhald á þeim þ.e. það að skapa þeim lífsskilyrði sem þær eru vanar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 23:25

WGC Cadillac: Patrick Reed sigraði!

Það var Patrick Reed, sem stóð uppi sem sigurvegari á WGC Cadillac Championship. Reed lék á samtals 4 undir pari, 284 högg (68 75 69 72). Þetta er 3. sigur Reed á PGA Tour og í raun 2. sigurinn á skömmum tíma. Reed vann fyrsta sigur sinn á Wyndham Championship 2013 og síðan á Humana Challenge 19. janúar s.l. Í 2. sæti urðu þeir Bubba Watson og Jamie Donaldson aðeins 1 höggi á eftir Reed. Fjórða sætinu deildu þeir Dustin Johnson og Richard Sterne á samtals sléttu pari, hvor. Tiger Woods hrundi niður skortöfluna varð í 25. sæti, sem hann deildi ásamt Rory McIlroy, Adam Scott og 6 öðrum  á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 22:30

PGA Tour: Hadley sigraði á Puerto Rico Open

Það var nýliðinn á PGA Tour Chesson Hadley, sem sigraði á Puerto Rico Open. Hadley lék samtals á 21 undir pari, 267 höggum (68 65 67 67). Í 2. sæti varð ástralski kylfingurinn Danny Lee, tveimur höggum á eftir þ.e. á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 68 66 68) og Ben Martin varð síðan í 3. sæti enn tveimur höggum á eftir. Þrír kylfingar deildu síðan 4. sæti  á samtals 16 undir pari: David Toms, Wes Roach og Richard H. Lee. Til þess að sjá lokastöðuna á Puerto Rico Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 22:15

Golfsvipmynd dagsins

Tiger Woods á sér dygga aðdáendur eins og glöggt má sjá á „heimaslóðum“ Tígursins í Doral, þar sem hann keppir á WGC Cadillac Championship. Þessi þrjú voru hæstánægð með frábæran 3. hring nr. 1 á heimslistanum þar sem hann fékk 8 fugla og 2 skolla og kom sér í 4. sætið fyrir lokahringinn, sem þegar er hafinn nú í kvöld. Tekst Tiger að verja titil sinn í kvöld?  Það væru a.m.k. 3 aðdáendur sem væru yfir sig ánægðir enda búnir að hvetja Tiger áfram!

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 22:00

Ian Poulter rífst við blaðamann á Twitter

Ian Poulter gerir ekki endasleppt í tvítinu.  Reyndar var hann bara að svara fyrir sig í þetta sinn. En sem fyrr fjúka gífuryrðin og veltur maður bara fyrir sér hvort ekki sé nóg komið af góðu og hvort svona samræður séu yfirleitt sæmandi og hafi gott fordæmisgildi fyrir kylfinga sem líta upp til stjarnanna sinna á borð við Poulter? Þannig var að golffréttamaðurinn Dale Concannon tvítaði eftirfarandi um „Matsuyama“-uppákomuna: Dale Concannon: (Ian Poulter) kallar rísandi stjörnuna Matsuyama hálfvita. Ég er að velta fyrir mér hvað japanska orðið er fyrir „stærilátan, ofmetinn montrass?“ Ian Poulter:  Ó Dale. Dale Concannon: Afsakaðu vinur en sagan kennir okkur að allir hæfileikar heimsins skipti engu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 18:45

50 ára afmælishóf GS

Það var haldin mikil hátíð haldin í golfskálanum í Leiru í dag, sunnudaginn 9. mars 2014, en þar héldu félagar í Golfklúbbs Suðurnesja (GS) upp á hálfrar aldar afmæli klúbbsins. Húsið opnaði kl. 14.00 og um kl. 14.30 steig formaður GS, Friðjón Einarsson, á stokk og bauð gesti velkomna. Forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ávarpaði einnig samkomuna við þetta hátíðlega tækifæri og heiðraði nokkra vel valda félaga fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar. Fleiri tóku til máls í hófinu en þó var ræðuhöldum stillt í hóf. Dagskráin afmælishófsins var fjölbreytt. Íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, Ingi Rúnar Gíslason, skrifaði undir hvatningarsamninga við þrjá af fjölmörgum ungum og bráðefnilegum kylfingum klúbbsins. Með þessum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 18:24

Afmæliskylfingur dagsins: Marlene Streit ——- 9. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Marlene Streit, en hún á 80 ára stórafmæli í dag. Streit er kanadískur kylfingur sem fæddist 9. mars 1934 í Cereal, Kanada og á því 80 ára stórafmæli í dag! Marlene Streit hefir alla tíð verið áhugamaður í golfi.  Og sem slík var hún sá kanadíski kvenkylfingur sem náð hefir mestum árangri.  Hún er eini kylfingurinn í sögunni sem sigrað hefir ástralska, enska, kanadíska og bandaríska Women’s Amateurs mótið.  Streit útskrifaðist frá Rollins College árið 1956, og vann American individual intercollegiate golf titilinn þetta sama ár  (gekk þá undir nafninu the Division of Women’s and Girls’ Sports (DWGS)); en þróaðist í það sem við í dag þekkjum sem  NCAA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 13:45

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Ariane Provot (22/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 10. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot,  Kim Williams, Henni Zuël,  Rebecca Lesa meira