Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 10:30

GS hlaut háttvísibikar GSÍ á hálfrar aldar afmælinu – afmælisveislan vel sótt!!! – Myndasería

„Ef Golfsambandið ætti vinavelli væri Hólmsvöllur í Leiru svo sannarlega á meðal þeirra,“ var meðal þess sem forseti GSÍ sagði í ræðu sinni, en í gegnum tíðina hefur Hólmsvöllur í Leiru gjarnan verið vettvangur fyrir viðburði á vegum Golfsambandsins.

Við þetta tækifæri afhenti Haukur Golfklúbbi Suðurnesja Háttvísibikar GSÍ en bikarinn verður í framtíðinni notaður til að verðlauna unga kylfinga í GS fyrir framúrskarandi íþróttamennsku.

Það var mikill fjöldi sem sótti afmælisbarnið heim í gær og var stemmningin góð í skálanum. Þó nokkrir tóku til máls við tilefnið og óskuðu klúbbnum og félögum hans til hamingju með áfangann. Meðal ræðumanna voru sem bauð gesti velkomna, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Jóhann B. Magnússon formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði, en Magnús, fyrir hönd sveitarfélagsins Garðs og Friðjón, fyrir hönd Golfklúbbs Suðurnesja, undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarfssamning þeirra á milli næstu árin.

Friðjón Einarsson formaður GS og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði, undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarfssamning þeirra á milli næstu árin. Mynd: GS

Friðjón Einarsson formaður GS og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði, undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarfssamning þeirra á milli næstu árin. Mynd: GS

Gestum var boðið uppá veitingar eins og tíðkast í afmælum og fékk afrekskylfingurinn Karen Sævarsdóttir að ríða á vaðið og næla sér í fyrstu sneiðina.

Karen Sævarsdóttir, GS, fékk fyrstu sneiðina. Mynd: GS

Karen Sævarsdóttir, GS, fékk fyrstu sneiðina. Mynd: GS

Mikið var skrafað og margar minningar rifjaðar upp í skálanum, enda þær orðnar æri margar á hálfri öld. Gamlar fundargerðir og myndaalbúm voru höfð uppi við fyrir gesti að glugga í og í sjónvarpi rann myndasyrpa frá golflífinu Hólmsvelli í Leiru síðustu áratugina. Eintóm gleði og hamingja var ríkjandi í dag sem vonandi gefur tóninn fyrir næstu hálfu öld á Hólmsvelli.

Hér má sjá nokkrar myndir úr 50 ára afmælishófi Golfklúbbs Suðurnesja (en bæði myndir og texti eru teknar af heimasíðu GS gs.is):

15-a14-a13-a12-a11-a10-a

1-a