Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk keppni í 17. sæti á Louisiana Classic
Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette, luku leik i gær á 29. árlegu móti Louisiana Classic. Mótið fór fram í Oakborne Country Club í Lafayette, Louisiana og voru þátttakendur 72 frá 12 háskólum. Mótið stóð dagana 10.-11. mars 2014. Haraldur Franklín lék á samtals 2 yfir pari (70 76 72) og lauk keppni í 17. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni var Haraldur Franklín á 2. besta skori liðsins og taldi það því í 3. sætis árangri The Raging Cajuns! Til þess að sjá lokastöðuna á Louisiana Classic SMELLIÐ HÉR:
Adam Scott: „Ég þarfnast meiri æfingar“
Eftir vonbrigðaniðurstöðu þar sem Adam Scott deildi 25. sætinu á WGC Cadillac Championship þá finnst Adam Scott að hann þarfnist meiri æfingar ef hann á að verja Masters titil sinn. Scott mistókst að vera undir pari í öllum 4 hringjum sínum í mótinu. Margir af heimsins bestu átti í erfiðleikum með nýja Bláa Skrímslið og aðeins 3 kylfingum tókst að vera undir pari í allri keppninni. „Ég ætla ekkert að spá meira í þessari viku að öðru leyti en því að ég þarfnast meiri æfingar,“ sagði Scott sem var 9 höggum á eftir sigurvegaranum Patrick Reed. „Ég ætla að vinna í þessu venjulega, að gera leik minn skarpari, eins og alltaf,“ Lesa meira
Opna breska aftur á St. Andrews 2015!
Opna breska risamótið snýr aftur í vöggu golfsins þegar 144. Opna breska fer fram á St. Andrews 16.-19. júlí 2015. Þetta er í 29. sinn sem þetta elsta mót allra risamóti fer fram á Old Course. Louis Oosthuizen er sá síðast sem sigraði Opna breska á St. Andrews, var með 7 högga mun á næsta mann á 16 undir pari, 272 höggum þegar Opna breska fór síðast fram á St. Andrews, 2010. Framkvæmdastjóri R&A Peter Dawson sagði: „Við erum ánægð að tilkynna að Opna breska snýr aftur á hinn sögulega Old Course á St. Andrews, 2015.“ „St. Andrews hefir sanna aftur og aftur að völlurinn er fullkomlega fær um að halda Lesa meira
Steve Williams: „Við Tiger eigum enn eftir að grafa stríðsöxina!“
Í ástralska golfþættinu „Australia’s Fox Sports’ Golf Show“ nú í þessari viku var Steve Williams fyrrum kylfusveinn Tiger Woods, gestur og sagði hann, að hann og nr. 1 á heimslistanum (Tiger) væru enn ekkert sérstakir vinir í dag. „Við höfum ekkert leyst úr neinu milli okkar,“ sagði Willams. „Það hefir verið mikið af ….. hinu, þessu og einhverju öðru….. en stríðsöxin milli okkar hefir ekkert verið grafin.“ Tiger hefir verið í ráshóp með fyrrum kylfusveini sínum, eða réttara sagt vinnuveitanda hans Adam Scott nokkrum sinnum frá því hann rak Williams 2011, nú síðast á WGC Cadillac Championship.“ „Þetta eru bara persónulegir hlutir og skiptar skoðanir um hvernig hlutir fóru fram …. Lesa meira
Ingunn í sama háskóla og Obama
Á heimasíðu GKG er að finna eftirfarandi gleðifrétt (höfundur Úlfar Jónsson): Ingunn fer í sama háskóla og Obama forseti Ingunn Gunnarsdóttir, afrekskylfingur úr GKG, og meðlimur í afrekshópi GSÍ, fékk inngöngu nú nýlega inn í Columbia háskólann, sem er á Manhattan eyju í New York. Columbia háskólinn er einn af elstu og virtustu skólum Bandaríkjanna. Margir öflugir einstaklingar hafa stundað nám við þennan skóla, þ.á.m. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Ingunn er að ljúka BA námi í Furman háskólanum, og hefur leikið með golfliði skólans þar undanfarin ár. Hvernig kom það til að þú sóttir um í Columbia skólann? „Ég sótti um þetta nám í mikilli bjartsýni, hélt í raun að það Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Andri Finnsson – 11. mars 2014
Það er Jón Andri Finnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jón Andri er fæddur 11. mars 1973 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Jón Andri er í Golfklúbbi Reykjavíkur, er þar einn félaga í Elítunn, lokaðs hóps lágforgjafarkylfinga. Jón Andri er í sambúð með Ragnhildi Sigurðardóttur, og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu Jóns Andra til þess að óska honum til hamingu með merkisafmæli hér að neðan: Jón Andri Finnsson 11. mars 1973 (41 árs afmæli!!! – Til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Andrew Sherborne, 11. mars 1961 (52 ára); Brett Liddle, 11. mars 1970 (43 ára); Roger Tambellini, 11. mars 1975 (38 Lesa meira
GSÍ: Héraðsdómaranámskeið 24. mars-3. apríl
Dómaranefnd GSÍ hefur lokið við að skipuleggja kennslu í golfreglum fyrir komandi golftímabil. Héraðsdómaranámskeið hefst nú í mars og er fyrirkomulag þannig að haldnir verða fjórir fyrirlestrar þar sem farið verður í gegnum ákveðnar reglur í hverjum fyrirlestri. Þegar fyrirlestraröðinni er lokið verður haldið próf. Tveir prófdagar eru í boði og geta þátttakendur valið hvorn daginn þeir þreyta prófið. Fyrirlestrarnir verða haldnir í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal: Mánudaginn 24. mars kl. 19:00 – 22:00 (1. fyrirlestur) Miðvikudaginn 26. mars kl. 19:00 – 22:00 (2. fyrirlestur) Þriðjudaginn 1. apríl kl. 19:00 – 22:00 (3. fyrirlestur) Fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 – 22:00 (4. fyrirlestur) Prófin verða haldin sem hér segir: Þriðjudaginn Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst tekur þátt í General Hackler mótinu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í General Hackler mótinu, sem fram fer 10.-11. mars 2014 á TPC of Myrtle Beach í Murrels Inlet í Suður-Karólínu. Í mótinu taka þátt 68 keppendur frá 12 háskólum. Eftir fyrri mótsdag deilir Guðmundur Ágúst 44. sætinu í einstaklingskeppninni á 13 yfir pari (79 78). Hann er á 5. og lakasta skori liðs síns og því telur það ekki í liðakeppninni en ETSU liðið er í 3. sætinu í liðakeppninni. Guðmundur Ágúst hefir á þessari stundu þegar spilað 11 holur af lokahring sínum í mótinu og má fylgjast með gengi hans með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og „The Raging Cajuns“ í 3. sæti á Louisiana Classic e. fyrri dag
Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette, hófu leik i gær á 29. árlega móti Louisiana Classic. Mótið fer fram í Oakborne Country Club í Lafayette, Louisiana og eru þátttakendur 72 frá 12 háskólum. Mótið stendur dagana 10.-11. mars 2014 og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld. Haraldur Franklín er búinn að leika á samtals 2 yfir pari (70 76) og er T-29i í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni er Haraldur Franklín á 4. besta skori liðsins og telur það því í 3. sætis árangri The Raging Cajuns! Góður árangur það hjá Haraldi Franklín!!! … sérstaklega á fyrri hring hans í gær og lokahringurinn er þegar hafinn …. Lesa meira
Tiger vitni í einkamáli
Það á ekki af aumingja Tiger Woods að ganga. Ekki nóg með að hann sé að drepast í bakinu, nákvæmlega daginn fyrir að WGC Cadillac Championship var hann stefndur til þess að mæta sem vitni fyrir rétt mánudaginn 17. mars n.k. þ.e. í Miami-Dade Circuit Court. Um er að ræða einkamál gegn fyrirtæki Tiger, ETW, og var málið höfðað 2001 vegna samningsbrota. Í Miami Herald stendur þannig eftirfarandi: „Bruce Matthews, íbúi í Suður-Miami og fyrirtæki hans (Gotta Have It Golf Inc.) halda því fram að Woods hafi brotið samning sem gerði ráð fyrir að hann sæji fyrirtæki Matthews fyrir tilteknum fjölda eiginhandaáritanna og ljósmynda.“ „Umbjóðandi okkar er mjög pirraður að ETW Lesa meira









