Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 21:00

Tiger með Vonn á snekkjunni Privacy eftir slæma gengið á WGC Cadillac Championship

Tiger Woods fór um borð í snekkju sína Privacy með kærustu sinni Lindsey Vonn eftir slæmt gengi hans á WGC Cadillac Championship, á sunnudagskvöldið, á Miami Beach.

Vonn hefir oft áður komið um borð í snekkjuna, en þangað hefir Tiger oft leitað afslöppunar og friðar eftir ýmislegt sem á hefir gengið í lífinu.

Snekkjan kostaði $ 57 milljónir og var  brúðkaupsgjöf hans til fyrrum eiginkonu sinnar, Elínar Nordegren.  Tiger hélt henni (snekkjunni) þó í skilnaðinum.

Lindsey var alla helgina á hliðarlínunni ásamt dóttur Tiger, Sam og horfðu þær á Tiger sem gekk alls ekki sem best en vel fór á með þeim Sam og Lindsey.

Tiger lauk WGC Cadillac á einu hæsta skori sínu í þessu móti, 78 höggum,  þar sem hann átti titil að verja og hann hefir 7 sinnum áður sigrað í!