Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Magnús hefur leik í Louisiana Classics

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette, spila í 29. árlega móti Louisiana Classic.

Mótið fer fram í Oakborne Country Club í Lafayette, Louisiana.

Mótið stendur dagana 10.-11. mars 2014 og þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum.

Haraldur Franklín fer út af 1. teig kl. 8 að staðartíma (kl. 13:00 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklíns SMELLIÐ HÉR: