Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2014 | 20:15

Bandaríska háskólagolfið: Svart mót hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest tóku þátt í Darius Rucker háskólamótinu.

Mótið stóð dagana 7.-9. mars 2014 og lauk í gær.   Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Leikið var á golfvelli Long Cove golfklúbbsins á Hilton Head Island í Suður-Karólínu.

Ólafía Þórunn lék á samtals 242 höggum (85 79 78) og varð í 84. sæti í einstaklingskeppninni og á lakasta skori „Deacs“ skólaliðs Wake Forest og tald iþað ekki í 6. sætis árangur liðsins. Svart mót  þetta hjá Ólafíu Þórunni, sem hún vill eflaust gleyma sem fyrst!

Næsta mót Wake Forest er í Greensboro 28. mars n.k.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: